Úrval - 01.10.1978, Blaðsíða 126
124
ÚRVAL
vélar í 12 tíma. 19- maí. Þolir vel
að vélin sé stöðvuð. Öndun
stöðug. Tengjum hana ekki aftur
meðan engin merki eru um
öndunartregðu. Lungun hrein.
21. maí. Engin vél í 48 klst. 22.
maí. Gengur vel án öndunarvélar.
Lungun hrein.
Þannig gerðistþað.
Flutmngunnn
Fréttamiðlum var ekki gert viðvart.
Fréttafólkið átti von á snöggum og
varanlegum endi á sögu Karenar Ann
Quinlan, en fengu alls engar fréttir,
hvorki til né frá, á spítala heilagrar
Klöru.
Nú var fyrirhugað að flytja hana í
einkastofu þangað til unnt yrði að
flytja hana á aðra stofnun. Fjöl-
skyldan, faðir Tom og Paul Arm-
strong voru á eilífu ferðalagi til þess
að heimsækja hugsanlegar viðtöku-
stofnanir. Samtímis var fréttaliðið á
þönum um öll sjúkraheimili og spít-
ala í NewJersey í leit að fréttum.
Alls vottuðu 22 stofnanir í New
Jersey Quinlanfólkinu samúð sína, en
töldu sig ekki geta tekið á móti Karen
Ann. Það lá í augum uppi, að óttinn
við að verða fréttamatur átti þátt í
þeirri ákvörðun, þótt það væri aldrei
nefnt. Alls staðar var einhverju öðm
borið við, allt frá reglum viðkomandi
stofnunar til of fámenns starfsliðs eða
skorts á búnaði.
Loks, 3. júní, samþykkti stjórn
Morris View Nursing Home,
rúmgóðrar og nýtískulegrar stofnunar
um 20 km frá spítalanum, sem hún lá
á, að taka við henni.
Flutningurinn átti að fara fram 9-
júní. Talið var nauðsynlegt, að hann
færi fram með mestu leynd, en Paul
sá í hendi sér að það var næstum óger-
legt að koma í veg fyrir að þetta kvis-
aðist út.
Þá tvo mánuði, sem liðnir voru
frá því að hæstiréttur kvað upp
úrskurð sinn, hafði ekki hin
minnsta frétt fengist frá okkur. En
einhvern veginn vissu
fréttamiðlarnir alltaf hvað var að
gerast. Ef það kvisaðist nú, að það
ætti að flytja Karen, kynni það að
reynast henni mjög hættulegt.
Við ákváðum að nota ekki
sjúkrabíl frá spítala heilagrar
Klöru, því fréttafólkið myndi
búast við því. Faðir Quinlan var
formaður Hjálparsveitar Jefferson-
borgar, og hann bauðst til að sjá
um sjúkrabtlinn. Við töldum, að
það myndi slá rækilega ryki í augu
fréttamannanna — að sjá sjúkra-
bíl frá annarri borg.
Þetta var heitt, þrúgandi kvöld,
logn og mistur í lofti. I fjarska
dunaði af þmmum og hita-
skúmm. Klukkan hálf níu um
kvöldið lagði Joe bílnum á venju-
legum stað bak við spítalann,
skammt frá dymm slysastofunnar.
Þetta var okkar venjulega bíla-
stæði. Við vildum ekki að neinn