Úrval - 01.10.1978, Blaðsíða 15
13
Byggingaverkamaðurinn ungi hékk öfugur og hélt
dauðahaldi í örgrannan stálkapal. Kapallinn var eina lífs-
von hans.
, ,ÉG GET EKKI
HALDIÐ LENGUR! ’ ’
— WarrenYoung —
SBfcífcíK AÐ ÞARF sérstaka
dirfsku til þess að vinna á
^ háum vinnupöllum.
^ Þeir, sem reisa skýja-
kljúfa og háar brýr vita,
að það 'má lítið út af bera til þess að
hátt og banvænt fall taki við. En það
sem bygginganemarnir tveir uppi á
Lions Gate Bridge í Vancouver í Kan-
ada áttu að fara að gera, vakti þeim
engan ugg.
Klukkan var 13.42 á þesum sól-
bjarta degi. Loftið var hreint og tært.
Það var verið að breikka þessa fertugu
brú, svo hún gæti tekið við meiri um-
ferð en þeirri, sem nú streymdi um
hana. Þar uppi stóðu þeir Gordon
(Gordy) Barnholden, 23 ára, aðeins
168 sentimetrar á hæð, en þrekvaxinn
og sterkur, og Walter (Wally) Street,
jafnaldri hans. Þeir áttu að draga með
handafli grannan stálkapal upp á
brúna. Kaplrúllan lá á jörðinni, 33,5
metrum fyrir neðan þá. Kapalinn átti
að nota til að koma upp bráðabirgða-
vindu vestan á brúnni.
Annar endi kapalsins hafði þegar
verið festur neðan 1 brúargólfið um
30 metra frá þeim, svo þeir voru í
rauninni að draga miðjuna til sín.
Þeir höfðu ekki lengi dregið, þegar
óþjáll kapallinn tók að flækjast. Svo
þeir Wally og Gordy drógu hann inn
yfir brúarhandriðið, 1,20 m á hæð, til
þess að leysa flækjumar.
Þótt kapallinn væri grennri en litli
fingur á manni, var hann furðulega
þungur og óþjáll. I því skyni að ná
betra taki á kaplinum, steig Gordy
með hælnum ofan á eina lykkjuna.