Úrval - 01.10.1978, Blaðsíða 23
21
áhyggjum og kvíða, sem leiði til enn
meiri vandamála.
Gallinn við flestar þessar bækur,
segir Wish, er sá að þær eru tilfinn-
ingalausar og gera athöfnina að aðal-
atriði, en ekki þær tilfinningar, sem
hún er tjáning fyrir. Fæstar þeirra
taka tillit til þess, segir hann, að kyn-
líf er miklu fremur sálarlegt ástand
heldur en líkamleg athöfn.
NÝTT LIÐ AGIGTARLYF
LOFAR GÖÐU
Athyglisvert nýtt lyf lofar göðu til
að lina þjáningar þeirra, sem þjást af
liðagigt. Það hefur reynst hafa yfir-
burði í mörgum tilvikum yfir önnur
lyf, sem notuð eru við liðagigt.
Þetta lyf heitir Fenbufen og á að-
eins að taka tvisvar til þrisvar á dag.
Aspirín, sem margir sjúklingar hafa
haft til þess að draga úr sársauka liða-
gigtarinnar, þarf hins vegar að taka
sex sinnum á dag.
Annar stór kostur við Fenbufen er
sá, að það hefur engar teljandi auka-
verkanir, svo sem ógleði og melting-
artruflanir, eins og mörg önnur liða-
gigtarlyf valda. Fenbufen er nú á síð-
asta stigi prófunar áður en það verður
sett á aimennan markað.
John Welton, sem er einn þeirra 35
gigtarlækna, sem prófuðu lyfið, sagði
að 12 eða 13 þeirra sjúklinga, sem
hann hafi reynt lyfið á, hefðu hlotið
af því meiri bót en af öðrum liðagigt-
arlyfjum, svo sem Indocion, Aspirín,
Motrin og Naprosyn. Afgangurinn af
sjúklingunum hlaut álíka mikla bót
af Fenbufin eins og hinum lyfjunum
— en fékk engar slæmar aukaverk-
anir. Flann telur, að 1 mörgum tilvik-
um sé Fenbufin öðrum lyfjum langt-
um fremra, og aldrei lakara en hin.
Gigtlæknirinn og prófessorinn
Rodney Bluestone, við læknadeild
Kaliforníuháskóla I Los Angeles not-
aði Fenbufin einnig við 25 sjúklinga
sinna. Hann sagði þá tilraun hafa lof-
að góðu. Það hefði dregið úrsársauka
sjúklinganna og í mörgum tilvikum
liðkað liði þeirra. Harvey Schwartz,
kennari við George Washington Uni-
versity, prófaði lyfið í Alexandríu í
Virginíufylki og sagði kost þess ekki
síst fólginn I því, að það þyrfti ekki að
taka nema tvisvar á dag, sem mætti
trúlega slðar minnka niður í einu
sinni ádag, í stað þess að Aspirín þarf
að taka á fjögurra stunda fresti, sem
fyrr segir.
Það er hið þekkta Lederle lyfjafyrir-
tæki, sem stendur að framleiðslu Fen-
bufins.
(Allar klausurnar hér að framan eru
endursagðar úrNational Enquirer).
# * #