Úrval - 01.10.1978, Blaðsíða 45
43
Átt þú erfitt með að komast ,,á bylgjulengd” við aðra?
Þá getur þú stytt þér leið til að finna ,, umgengnisgerð’ ’
þína — og annarra.
NÝ LEIÐ TIL
BÆTTRA SAMSKIPTA
— Paul Mok/Dudley Lynch —
NGU hjónin voru á brún
U|p skilnaðar, þegar þau
j§| komu til mín í leit að
^ j§! hjálp. „Paul skiiur mig
Sböw&Sss®: ekki,” sagði Susanne.
,,Við rífumst um allt. ’ ’
Paul er einn af þeim, hélt hún
áfram, sem vill láta allt ganga eftir
föstum reglum. Hann stekkur fram
úr rúminu klukkan sex að morgni alla
virka daga, klukkan sjö á laugardög-
um og átta á sunnudögum. Hann
heldur því meira að segja til streitú að
njóta ástar á sama tíma í hverri viku:
Á laugardagskvöldum klukkan átta.
Svo kom Paul með sína hlið máls-
ins: ,,Ég elska konuna mína og hef
alltaf gert. En við erum jafn ólík sem
dagurog nótt.”
Svo dró Paul litla vasabók upp úr
vasanum. ,,Ég hef hér skráð nokkuð
af því, sem fer oft í taugarnar á mér í
fari Susanne,” sagði hann. I þessari
skrá voru atriði allt frá skeytingarleysi
um heimilið, niður í gálausan akstur
og dálæti á beatmúsík.
Bæði Paul og Susanne höfðu fylli-
lega rétt fyrir sér. Þau eru mjög ólík.
Samt lánaðist þeim að bjarga hjóna-
bandinu, þegar þau létu sér skiljanst,
að hvert eitt okkar heyrir til einum af
fjórum skapgerðarhópum, sem hver
um sig tjáir sig frábrugðið hinum.
Með þessa þekkingu að bakhjarli
lærðist þeim að taka tillit til skap-
gerðar hvors annars. Paul hefur lært
að vera ekki eins formfastur í samlífi
þeirra, en Susanne hefur að hluta til
tekið að skipuleggja húsmóðurstörf
sín beturoghaldaþástundatöflu.
Grunnurinn undir þessari skap-
gerðarkenningu er runninn undan
rifjum svissneska sálfræðingsins Carl
Jung en bók hans um skapgerðir
hefur haft mikil áhrif á skilning okkar
á samskipti manna. Jung setti upp
fjóra mjög aðskilda atferlisflokka,
sem hann byggði á rannsóknum