Úrval - 01.10.1978, Blaðsíða 109
KARENANN QUINLAN
107
Paul W. Armstrong, lögmaður
Quinlanfólksins.
unum og sjúkrahúsinu þegar
öndunarvélin verður af henni tekin,
svo hún sé aftur látin komast 1 eðli-
legt ástand miðað við kringumstæð-
ur?”
Lögmaðurinn var hljóður, svo Joe
hélt áfram: ,,Ég held að það myndi
hjálpa læknunum líka, ef dómari
gerði þetta allt opinbert og löglegt.
Armstrong vissi að Quinlan hafði
engan skilning á því, hve málið var
lagalega flókið. En hann var greini-
lega heiðursmaður. Hann hafði
óbugandi trú á dómskerfínu og
læknavísindunum.
Eftir mikla rannsókn og margar
viðræður við fjölskylduna ákvað
Armstrong að taka málið að sér.
Hann gekk á fund spítalayfírvalda-
anna til þess að fá aðgang að öllum
læknaskýrslum um Karen Ann. Það
var fúslega leyft, og spítalastjómin lét
í ljósi áhuga sinn á að fá þetta mál til
lykta leitt. Paul líkaði afstaða sjúkra-
hússins vel, fannst hún skynsamleg:
„Spítalanum var vandi á höndum, og
forráðamönnum hans var áfram um
að fá úr því skorið, hvort dómstólar
gætu bættþarúr.”
Læknarnir, Morse og Javed, voru
jafn samvinnufúsir, þegar Paul leitaði
til þeirrra. ,,Þeim var greinilega
áfram um að fá svar dómstólanna við
því, sem Morse læknir kallaði í þetta
sinn , ,dapurlega flækju. ’ ’
9. SEPTEMBER STÖÐ eftirfarandi
á spjaldinu, sem klemmt var á fóta-
gaflinn á rúmi Karenar:
,,8.00. Móðir í heimsókn. Varð
mjög æst. Erfítt að sjá sjúklinginn
svona á sig kominn. ’ ’
Júlia var meira en æst:
Taugar mínar voru svo þandar,
að ég var sífellt að bresta í grát.
Það var hörmung að sjá hvernig
Karen var orðin. Henni var
stöðugt gefín hitaeiningaauðug
fæða — sem virtist út í bláinn, sér-
staklega þar sem líkami hennar
hafnaði henni oft. Hún kastaði oft
upp. Hitaeiningarnar gerðu hana
frísklega í andliti og dálítið feita.
Líkami hennar var alltaf hulinn