Úrval - 01.10.1978, Blaðsíða 125
KARENANN QUINLAN
123
Systir Mary Urban, fulltrúi
spítalastjórnarinnar, leit beint á
Paul og sagði: , ,Ég tala fyrir munn
alls ráðsins, og við erum 21 að
tölu. Við erum starfandi við
lítinn, almennan spítala, og að
okkar dómi er þetta siðferðilega
rangt.” Svo leit hún beint í augu
mín og sagði: ,,Þú verður að skilja
aðstöðu okkar, herra Quinlan. Á
þessu sjúkrahúsi drepum við ekki
fólk.”
,,Við erum ekki að biðja ykkur
að drepa neinn! ’ ’ sagði ég reiður,
og spratt á fætur, því ég gat ekki
tekið þessu sitjandi. ,,Það ætti að
vera öllum augljóst, að öndunar-
vélin er hverjum mannslíkama
framandi hlutur. Um það snýst
þetta mál!”
Systir Urban var hin rólegasta.
,,Við munum ekki gera það,”
sagði hún.
Þá var það, sem ég missti
endanlega stjórn á mér. „Fyrir tíu
mánuðum,” sagði ég, „vísuðuð
þið öllu á lögfræðing ykkar. Þið
einblínduð á lagahliðina — vilduð
hafa allt samkvæmt lögunum.
Lögmaður ykkar skírskotaði til
laganna og sagði mér hvað ég ætti
að gera — leita til dómstólanna og
svo framvegis.
Nú hef ég farið í gegnum þessi
dómsstig, og úrskurðurinn var
okkur í hag. Nafn okkar hefur
verið þvælt í fréttamiðlum um
allan heim og nú þola taugar
okkar ekki meira.” Ég var æstur,
og hlýt ,að hafa verið kafrjóður.
,,Og nú vogar þú þér að segja
mér, eftir tíu mánuði, að það sé
siðferðilega andstætt stefnu
spítalans? Hvers vegna var mér
ekki sagt það fyrir tíu mánuðum?
Ég hefði fjarlægt Karenu héðan
undir eins!” Og við gengum af
fundi.
Julia taldi fullvíst, að nú myndu
þau ekki hafa frekara samband við
læknana. En áður en þau voru komin
ganginn á enda, höfðu Javed og
Morse náð þeim.
,,Okkur langar að halda áfram
tilraunum okkar til að venja Karen af
öndunarvélinni,” sagðijaved.
,,Hvað kemur ykkur til að halda,
að það gangi betur núna?” spurði
Joe. ,,Þið sögðuð, að það væri ógern-
ingur að venja hana af vélinni. ’ ’
,,Ég tel að okkur muni heppnast
það núna,” svaraðijaved. „Þágetum
við flutt hana á einkastofu. Því næst
er hægt að flytja hana á aðra
stofnun.”
Þetta virtist allt svo tilgangslaust.
En ef það tækist, myndi það leysa
hnútinn. Svo Quinlanhjónin gáfu
samþykki sitt.
. Daglegar nótur Javeds sýna hve
fljótt þetta gekk:
15. maí. Vélarlaus í fjóra tíma.
Gekk vel. 16. maí. Vélarlaus í
fjóra tíma. Þoldi það vel. 17. maí.
Öndunarvélin frá tengd í fjóra
tíma. Gengur vel. 18. maí. Án