Úrval - 01.10.1978, Blaðsíða 103
KARENANN QUINLAN
101
dáinu. Ég sagði: „Karen mín,
þetta er mamma. Vaknaðu.
Reyndu að vakna.” Joe tók í
höndina á henni og sagði:
„Karen, þetta verður allt í lagi.
Okkur þykir svo vænt um þig.”
En ekkert gerðist.
Dáið var þó ekki sá vandi, sem
heitast brann í fyrstu, heldur öndun-
arerflðleikarnir. Ef ekki væri
hægt að koma önduninni í lag, var
hætta á lungnabólgu — og þegar leið
fram á miðvikudaginn var staðfest, að
Karen hefði fengið lungnabólgu. Þá
var skorið gat á barka hennar og plast-
slöngu rennt þar í gegn, til að dæla
lofti úr öndunarvél ofan í lungun.
Seinna um daginn varð breyting.
Höfuð Karenar tók að slaga hægt frá
hægri til vinstri og aftur til baka.
Stundum keyrðist höfuð hennar aftur
á bak, eins og hún væri að reyna að
bjarga sér frá slöngunni, sem lá inn í
háls hennar. Julia varð mjög spennt:
Sú einfalda staðreynd, að hún
hreyfðist yfirleitt, var mjög upp-
örvandi því það gaf von um, að
hún væri að berjast við að vakna af
dvalanum. „Karen, vaknaðu,
Karen,” hvísluðum við, eins og
kór, og reyndum að lokka hana til
okkar á ný.
Joe fannst líka að hún væri að reyna
að vakna:
Ég laut niður að henni og sagði:
„Elsku Karen mín!” Svo nefndi
ég nöfn allra kunninjga hennar, í
von um að hún heyrði eitthvað af
þeim og sýndi viðbrögð. Ég
nefndi staði, þar sem við höfðum
verið í útilegu eða farið á skíði.
Allt, sem mér datt í hug, að gæti
vakið viðbrögð hjá henni. Ég hélt
þessu áfram, aftur og aftur, alla
þessa nótt. En ekkert gerðist.
Ég man ekki nákvæmlega
hvenær það gerðist. En einhvern
tlma annan eða þriðja daginn,
opnaði Karen augun. „Karen?”
hrópaði ég.
Julia var þarna — hún sá þetta
líka — og hún laut fram og kyssti
Karen. Hjúkrunarkonan kom
þjótandi og allt fór á ferð og
flug. I nokkrar mínútur héldum
við, að nú væri þessu lokið, að
sigur væri unninn, og ég baðst
fyrir af meiri ákafa en ég hafði gert
í mörg ár. En hún þekkti okkur
ekki. Hún horfði beint 1 gegn um
okkur.
Ef Karen hefði fallið í dá af völdum
lyfja, myndu tíminn og meðferðin á
spítalanum vinna bug á því innan
fárra daga. En þvag- og blóðsýni, sem
tekin voru frá Karen strax og hún
kom á sjúkrahúsið, sýndu aðeins
„eðlilegt” magn af aspiríni og
valium í llkama hennar. Sýni, sem
tekin voru um leið til að kanna hvort
sterkari deyfilyf væru í spilinu, leiddu
í ljós að svo var ekki.
24. apríl var Karen flutt til sjúkra-