Úrval - 01.10.1978, Blaðsíða 92
90
ÚRVAL
kallaður Frelsarinn. En í útliti minnti
hann ekki mikið á hetju. Hann var
173 sentimetrar á hæð, holdskapur og
kvikur. Einn hershöfðingja hans líkti
honum við líflegan kjölturakka, sem
aldrei var hægt að vita hvenær átti til
að glefsa. Það, sem mesta athygli
vakti þó var hvasst, augnatillitið.
Monty geislaði beinlínis af trú á
sjálfan sig og getu sína. Það var sagt,
að þótt það væru forrettindi að fá að
vera undir stjórn hans, væri helvíti að
vera yfirmaður hans. Hann var einn
þeirra fáu, sem ekki umbar afskipta-
semi Churchills. „Herra forsætis-
ráðherra,” þmmaði hann einu sinni
illskulega. ,,Þér emð ekki atvinnu-
hermaður. Það er ég. Þér hafið ekki
vit á, hvernig á að heyja þetta stríð.
Það hef ég.”
Sagt var um hann, að hann væri
púrítani — templari, reykti ekki, og
væri meinlætamaður eins og munkur
í allri sinni lífsvem. Churchill ýtti
sjálfur undir þessa hugmynd um
meinlætamanninn Monty, þegar
þingmaður úr neðri deild breska
þingsins mótmælti því, að sigur-
vegarinn frá E1 Alamein hefði boðið
þýska yfirhershöfðingjanum von
Thoma, sem hann hafði tekið
höndum, til miðdegisverðar í
aðalstöðvum sínum. „Vesalings von
Thoma, ’ ’ svaraði Churchill þurrlega.
„Ég veit hvað það er að borða
miðdegisverð með Montgomery. ’ ’
En sögusagnirnar em honum ekki
réttlátar. Vissulega var hann bind-
indissamur, en hann lét aldrei skorta
tilhlýðileg vínföng til handa starfsliði
sínu eða gestum. Og þótt hann hefði
óbeit á tóbaksreyk, gaf hann alltaf
sígarettur á báða bóga, þegar hann
stansaði til að ræða við hermenn sína.
Vissulega fór hann að sofa um leið og
hænurnar, en hann reis líka úr rekkju
við fyrsta hanagal.
Umfram allt hafði Monty járn-
harðan sjálfsaga. Ekkert gat hindrað
hann í að leysa verkefni sitt af hendi:
Að vinna stríðið. Sem leiðtogi var
hann einstakur: Skyldurækinn,
hugulsamur við undirmenn sína,
réttlátur fram í fingurgóma. En ein-
mitt þeir eiginleikar, sem komu
mönnum hans til að tigna hann,
öfluðu honum líka margra fjand-
manna. Meira að segja tryggustu
aðdáendur hans urðu að viðurkenna,
að hann var óútreiknanlegur og til
alls vís, en það kom ekki á
óvart, sem þekktu til uppvaxtar hans.
Hann hafði, eins og hann sagði
sjálfur, „sérkennilegan bakgmnn.”
Bernard Law Montgomery var
prestssonur, fæddur 1887, fjórði af
níu systkinum. Bernska hans var
vansæl. Móðirin barði hann oft, og
mörgum ámm seinna skrifaði hann:
„Aðeins minni agi og svolítið meiri
kærleiksrikur skilningur hefði
kannski leitt til betri og minnsta kosti
annars árangurs með mig.” Strang-
leikirin og kuldinn á heimilinu hafði
það í för með sér, að drengurinn
reyndi að gera sig gildandi i skól-
anum. Hann var haldin mikilli
samkeppnisþörf og þörf til að sigra.