Úrval - 01.10.1978, Blaðsíða 7
MAÐURINNSEM FÆRÐI GRIKKLANDILÝÐRÆÐID AFTUR
5
og tróð fangelsin út með pólitískum
föngum. Hann ríkti í sex og hálft ár,
en var þá steypt af stóli af öðrum her-
foringja.
VONT VERRA
Sá sem tók við af Papadopoulosi
var Dimitrios Ioannides, álkulegur
maður, sem var yfírmaður herlögregl-
unnar. Ioannides notaði 20 þúsund
manna herlögreglulið sitt til þess að
koma á ógnarstjórn, og pyndingar
pólitískra fanga, sem hafíst höfðu í
stjórnartíð Papadopoulosar, jukust
ískyggilega.
Ioannides einvaldur kynni að vera
við stjórnvölinn enn þann dag I dag,
hefði honum ekki orðið afskaplega á í
messunni. í júlí 1974 skipulagði hann
valdarán gagnvart Makaríosi sáluga
erkibiskupi, forseta lýðveldisins á
Kýpur. Nærri 80% kýpurbúa eru af
grískum uppruna, og Ioannides von-
aði að þegar erkibiskupnum hefði
verið rutt úr vegi, myndu Kýpur og
Grikkland verða eitt. En tyrkir, sem
höfðu áhyggjur af því að nú yrðu hin-
ir aðþrengdu tyrkir á Kýpur hart
leiknir, gerðu innrás á eyna og náðu
að lokum undir sig 40 hundraðshlut-
um hennar.
Auðmýktur yfír því hvernig ævin-
týrið hafði komið niður á honum sjálf
um, hvatti Ioannides nú til stríðs við
tyrkjann. En aðrir herforingjar, sem
sáu í hendi sér að tyrkneski herinn var
þrefalt sterkari en sá gríski, komu í
veg fyrir það, og einræði Ioannidesar
hrundi af sjálfu sér.
Herforingjarnir sendu neyðarskeyti
til eina mannsins sem þeim fannst að
gæti tjónkað við þjóðina. Og klukkan
tvö aðfaranótt 24. júlí lenti Karaman-
lis í Aþenu. Þótt nótt væri, stóðu þús-
undir fagnandi manna meðfram göt-
unum og vörpuðu blómum fyrir bíl-
inn hans. Klukkan fjögur sór hann
embættiseið sem forsætisráðherra.
Hann ávarpaði fjöldann af svölum við
Stjórnarskrártorgið (Syntagma) og
sagði: ,,Ég er hjá ykkur. Lýðræðið er
hjáykkur.”
Fyrsta daginn í ráðherrastóli að
nýju lét Karamanlis lausa alla póli-
ríska fanga. Sumir höfðu setið í haldi
árum saman. Hann kom á ný á rit-
frelsi, málfrelsi og öðrum mannrétt-
indum. En nýi forsætisráðherrann
neyddist til að halda uppi stórhættu-
legum ,,köttur-og-mús”-leik, því
Aþena var umkringd skriðdrekasveit-
um, undir stjórn liðsforingja, sem
enn voru ofstækislega trúir Ioann-
idesi. En Karamanlis lét engan bilbug
á sér fínna, heldur tók yfírstjórn hers-
ins í sínar hendur. Daglega að kalla
voru einn eða fleiri fylgjenda Ioann-
idesar leystir frá lykilstöðum og sendir
til farlægra staða ,,til að vernda þjóð-
inafyrir tyrkjum.”
ÖGRUN
Þegar Karamanlis þótti tími til
kominn að láta endanlega til skarar
skríða, efndi Karamanlis til fundar
við hershöfðingjana. ,,Ég get ekki
stjórnað undir stöðugum ótta um
valdarán,” sagði hann. ,,Ég vil að all-