Úrval - 01.10.1978, Blaðsíða 90
88
URVAL
Van og Nancy hefur orðið vei
ágengt að leggja niður „gamal-
mennahegðun” sína. Eitt vorkvöldið
héldu þau í aðra helgarferð, að þessu
sinni alein. Þau slökuðu á. Þau röbb-
uðu saman. Þau uppgötvuðu upp á
nýtt það sem þau vissu að ætíð hafði
búið á milli þeirra: Ást, virðing og til-
litssemi. ,,Ég verð aldrei grikkinn
Zorba,” segir Van. ,,En nú veit ég að
ég þarfþess ekki.”
★
* # *
Ungur maður á mótorhjóli varð bensínlaus milli Madrid og
Galicia. Hann veifaði mótorbjólamanni, sem kom þar að, og fékk far
með honum til næstu bensínstöðvar með tóma varabrúsann sinn. Á
leiðinni veitti hann því athygli, að svartur, fínn bíll fylgdi í hæfílegri
fjarlægð. Þegar á bensínstöðina kom, rétti pilturinn fram höndina til
að þakka hjálparmanninum fyrir. En sá var ekki á því að taka í fram-
rétta höndina, heldur lyfti hlífinni á öryggishjálminum og sagði:
„Láttufylla brúsann. Égætla að skutlaþértil baka.”
Það má rétt ímynda sér undrun piltsins, þegar hann sá framan í
manninn á mótorhjólinu — Juan Carlos I konung, sem var að
skemmta sjálfum sér og kynna sér ríki sitt á mótorhjóli. Úr People
Þegar Orson Welles var nýkominn til Hollywood, var honum
boðið í matarveislu heima hjá kvikmyndaframleiðandanum Jack
Warner. Þegar leið á kvöldið, fór Welles að segja sögu, sem honum
hafði þótt sniðug, en þegar hann var kominn fram í hana miðja, rann
það upp fyrir honum, að hann myndi ekki hvernig hún endaði.
,,Þarna sat ég,” sagði hann seinna, ,,og allar helstu stjörnur og stór-
menni Hollywood veittu mér óskipta athygli sína. Hvað átti ég að
gera? I örvæntingu minni sneri ég mér beint til guðs og með sjálfum
mér: Góði guð, ef þú bjargar mér úr þessu, skal ég aldrei biðja þig
um neitt aftur.
I sama bili reið yfír hrikalegur jarðskjálfti, og allir áttu fótum fjör
að launa út úr húsinu. Þegar hrinan var hjá liðin, og fólkið komið inn
aftur, var hálfsagða sagan gleymd. Og síðan hef ég ekki þorað að
biðja til guðs.” Úr,,Dinah!”