Úrval - 01.10.1978, Blaðsíða 123
KARENANN QUINLAN
121
Um leið og Paul hafði jafnað sig
eftir geðshræringuna, hringdi hann
til Nassau Inn. Julia og Joe geta ekki
rifjað upp, hvort þeirra svaraði í
símann. En Julia gleymir aldrei orða-
skiptunum.
Fyrst sagði Paul. „Bænir okkar
hafa verið heyrðar. Rétturinn
hefur úrskurðað okkur í hag.
Joe spurði: „Hvernig var sam-
staðan hjá þeim? Hve margir
dæmdu með okkur?
Paul hikaði. Ég heyrði að hann
bað Jim um umslagið. Svo sagði
hann: „Samhljóða niðurstaða, Joe
— það er samhljóða!
Við féllumst í faðma og ég fór
að gráta. Joe dró upp vasaklút og
þerraði kinnar mínar.
En ekki var öllum hindrunum úr
vegi rutt. Við upprunalegu réttar-
höldin hafði Morse læknir staðhæft,
að hann myndi ekki taka öndunarvél-
ina af Karen Ann, jafnvel þótt dóms-
niðurstaða mælti svo fyrir. Joe ákvað
að vera þolinmóður við hann, en
margar vikur liðu, og þrátt fyrir mörg
samtöl milli Joe og læknanna, var
ekkert gert.
Richard Watson, læknir, sem
skipti tíma sínum milli einkalækn-
inga og yflrlæknisstarfs við Morris
View Nursing Home, skýrði afstöðu
Morses seinna á þessa leið:
Ég ræddi við Morse. Hann hafði
engum fréttamanni sagt hug sinn,
né hvers vegna hann neitaði að
fjarlægja öndunarvélina. Ég held,
að hann muni aldrei segja það
neinum. Ég tel, að það sem í hans
huga gerðist var að hann óttaðist
að það að taka öndunarvélina af
Karen Ann kynni að leiða til
hörmulegs dauðastríðs. Hann
sagðist hafa borið kvíðboga fyrir
tilfinningum og viðbrögðum
sumra í fjölskyldunni, einkum
þeirra yngri. Við þetta blandaðist
augljóslega sú bjargfasta sannfær-
ing, að stúlkan myndi hvort sem
væri deyja fyrr en síðar. Ég skildi
sjónarmið hans. Ég veit ekki hvað
hefði gerst, ef Quinlanfólkið hefði
ekki neyðst til að fara fyrir rétt
með málið, en ég veit að laga-
leiðin gerði jafnvel enn erfiðara
fyrir lækni eins og Morse að gera
þetta. Þegar einhver sagði: „Alltí
lagi, þú ert utan hættu, skrúfaðu
bara fyrir” — það gerði málið
bara verra. Honum fannst
ákvörðunin verða að koma frá
honum sjálfum.
Þegar Watson hafði kynnt sér
viðhorf Morses, fannst honum hann
verða að hitta Quinlanfjölskylduna.
Eftir að ég hafði hitt þau, hafði
ég fulla samúð með þeim, eins og
Morse lækni. Það var nú það
skrýtna. Ég hafði lesið blöðin og
var ekki laus við tortryggni í garð
þeirra, sem í þessu stóðu. En eftir