Úrval - 01.10.1978, Blaðsíða 19
ÉG GETEKKIHALDIÐ LENGUR!
17
þar til Wayne og Gordy voru næstum
þétt saman.
Ofan af brúnni kepptust yfirmenn
Waynes og lögreglan um að hrópa
ráðleggingar og hvatningar. En
Wayne vildi að Gordy hefði ekki um
neitt að hugsa annað en hann.
,,Haldiði kjöftum, allir saman,”
öskraði hann. Þegar í stað varð þung
dauðaþögn.
Wayne kreppti nú hægri olnbog-
ann utan um kúlukapalinn og stakk
vinstri handleggnum undir hægri
holhönd Gordys og eins langt inn
undir og hann gat. Gordy hafði nú
hægri höndina lausa og greip dauða-
taki í öxl Waynes, en með vinstri
hönd hélt hann enn um granna kap-
alinn. Hann hrópaði enn á hjálp.
Hann hafði fengið svo mikið tauga-
áfall að hann skildi ekki til fulls hvað
var að gerast. „Slepptu kaplinum!
Gríptu báðum höndum um mig,”
sagði Wayne, en Gordy hlýddi ekki.
Wayne átti nú ekki margra kosta
völ. Hann hélt mestum þunga
Gordys uppi með vinstri handleggn-
um, og nú sleppti hann kúlukaplin-
um, sem hann hafði haldið með
hægri handlegg, og hélt sér nú aðeins
með vinstri fæti, sem var utan um
kapalinn. Hann þreif um hægri hönd
Gordys og reyndi að losa fingurna. En
skelfing Gordys var svo mikil, að
hann sleppti ekki. Við þessi átök fóru
báðir kaplarnir að sveiflast til, og
áhorfendur flýttu sér frá.
Wayne sá, að hann varð einhvern
veginn að yfirvinna taugaáfall
Gordys. Hann rétti honum vel útilát-
inn löðrung í von um að hann yrði
svo undrandi, að hann gleymdi tak-
inu. Þess í stað féli líkami Gordys
þyngslalega að Wayne — það hafði
liðið yfir hann. En jafnvel þótt hann
væri svo gott sem meðvitundarlaus,
sleppti hægri höndin ekki takinu.
En eftir fáeinar sekúndur raknaði
Gordy við og tók að æpa, iða og berj-
ast um. Wayne rétti honum annað
högg — enn ákveðnara. Það leið aftur
yfir Gordy — en hann sleppti ckki
heldur.
En þegar hann raknaði við að þessu
sinni, var hann hljóður og kyrr.
,,Treystu mér, Gordy,” hrópaði
Wayne. ,,Þú verður að treysta mér!”
Gordy horfði lengi og rannsakandi á
Wayne. Loks tók hann rétta ákvörð-
un, örmagna og yfir sig hræddur.
Hann losaði fingurna stirðlega af
kaplinum, sem þeir höfðu haldið um
heljartaki í stundarfjórðung og greip í
öxlina á Wayne, sem kreppti hand-
leggina utan um Gordy. Nú hafði
hann öruggt tak á honum — ef hann
missti ekki fótarins á kúlunni.
Kúlan lyftist, hægt, hægt, og bar
þá með sér. Um leið slaknaði á
granna kaplinum og hann losnaði af
fæti Gordys. Þungi starfsfélaganna
beggja hvíldi á hægri fæti Waynes.
Kúlan þumlungaðist inn yfir hand-
riðið og niður á brúna í framréttar
hjálparhendur. Loks var þeim báðum
borgið. Tuttugu mínútur voru liðnar
frá þvl að slysið varð.
En Wayne var ekki laus heldur.