Úrval - 01.10.1978, Blaðsíða 25
23
Hann fæddist í London 1889■
Faðir hans var áfengissjúklingur,
en móðir hans varð vitskert. Tvö
bernskuár dvaldi hann á fátœkra-
heimilum og barnaheimilum,
þar sem hann var barinn og lítil-
lœkkaður. En litli, vanrækti
götustrákurinn sem hóf leik
feril sinn fimm ára, var
orðinn ríkur og frægur,
þegar hann varð 28 ára.
Hann var leikarí,
höfundur, leikstjóri
og framleiðandi á
tímum þöglu
myndanna í upphafi
þessarar aldar, en
þekktastur sem
höfundur litla
flækingsins. Allur
heimurínn þekkir sí-
gildar kvikmyndir
eins og ,,Borgar-
Ijðsin ’ ', Gullæðið ’ ’,
og ,,Nútímann",-
Þegar hann lést, 88
ára að aldri, hafði
hann, eins og stóð í
eftirmœlunum, ,,veitt
fleirí mönnum meirí
gleði og hlátur en
nokkur annar. ' ’
Eftirfarandi
glefsur úr bók
um og blöðum
geja lifandi
mynd af mann
inum að baki
snillingsins.
MAÐURINN
BAKVIÐ
SNILLING
INN