Úrval - 01.10.1978, Blaðsíða 30
28
ÚRVAL
En allt fram á síðustu ár hlotnaðist
honum heiðursvottur. 1975 sló
Elíasbeth II hann til riddara. 1972
hélt hann sigurför til Hollywood til
að taka á móti sérstökum Öskarsverð-
launum fyrir ,,þá ómetanlegu þýð-
ingu, sem hann hefur haft í sam-
bandi við það að gera kvikmyndina
að listformi þessarar aldar.
J.Y.Smith.
VEVEY, SVISS, 25 desember 1977.
Charlie Chaplin, fátæki drengur-
inn frá London, sem varð ódauðlegur
listamaður á hvíta tjaldinu við að
túlka grátbroslega árekstra mannsins
við örlög sín, hlaut hægt andlát á
heimili sínu í dag. Hann varð 88 ára.
—UPI
Meðan hann vann, skapaði hann
annað og meira en bara kvikmyndir.
Hann skapaði lífið, eins og hann vildi
að það væri. Líf með hlátri og ást,
draumum og vonum, fátækt og
grimmd, en alltaf með lukkulegum
endi — að minnsta kosti gengið út
þjóðveginn móti nýjum degi.
Denis Gifford.
Við vorum að koma heim af kirkjufundi eitt kvöldið, og sáum lög-
reglubíl með blikkandi ljósum standa fyrir utan húsið. Systir mín
hljóp á undan til að vita hvað um væri að vera, og kom til baka hróp-
andi: ,,Við höfum verið rænd, við höfum verið rænd!”
,,Ö, ó, ó,” stundi mamma. ,,Og það var allt ótiltekið!’’
Kimberly A. Bleak
Vinkona mín var að kvarta undan konu, sem hún þekkti, og hafði
farið á námskeið til að byggja upp sjálfstraust sitt. ,,Við vorum úti að
borða,” sagði vinkona mín, ,,og þegar súpan kom sendi hún hana til
baka og sagði að hún væri of köld. Hún kallaði kjúklingasalatið
óþverra og sagði að kakan væri ekki hundi bjóðandi. Mér fannst þetta
ekki eiga skylt við sjálfstraust. Mér fannst þetta beinlínis dónalegt. ”
,,Það finnst mér líka,” svaraði ég. ,,Sagðirðu henni það ekki?”
,,Sagði henni?” endurtók vinkona mln vesældarlega. „Auðvitað
ekki. Eg var ekki á þessu námskeiði.” Marilyn Eisenberg