Úrval - 01.10.1978, Blaðsíða 32
30
ÚRVAL
Saudi-arabía, og Bandaríkin næstum
jafn mikið. En ekkert annað land á
eins miklar birgðir í iðrum jarðar og
Saudi-arabía (sem á milli fjórðungs
og þriðjungs allra olíubirgða heims-
ins). Það eru því engir aðrir en saudi-
arabar, sem geta leyft sér að auka
framleiðsluna verulega, og það er
óhjákvæmilegt, ef við eigum að kom-
ast hjá alvarlegri olíukreppu um allan
heim á næsta áratug.
Þar sem olíuverð hefur nú fjórfald-
ast síðan 1973 hefur flóð af olíudoll-
urum skollið yfir Saudi-arabíu.
Saudi-arabísk olía, sem óunnin kostar
um 80 krónur I framleiðslu hver
tunna, er nú seld á um það bil 3360
krónur tunnan. Um 24 milljarðar
króna streyma I ríkiskassa þeirra
saudi-araba á dag og árið 1977, sem
var ár mikillar eftirspurnar og mikillar
framleiðslu, voru olíutekjur ríkisins
um 10560 milljarðar.
Af þessu leiðir að saudi-arabar geta
ekki komið peningum sínum I lóg,
ekki einu sinni með því að gefa þá.
Gulleign þeirra erlendis, gjaldeyris-
sjóðir og fjárfestingar erlendis eru
taldar nema um 14.400 milljörðum
króna. Heima fyrir er rekin þróunar-
áætlun upp á 38.400 milljarða króna,
og á hún að breyta þessu vanþróaða
konungsríki I nútíma heimsveldi á
einni kynslóð. Nýjar borgir cru
byggðar frá grunni, flughafnir gerðar
og vegir lagðir. Skólar, spítalar, verk-
smiðjur, skrifstofuhallir, moskur og
verslunarhallir þjóta hvarvetna upp.
Peningaflóðið hefur valdið 35%
verðbólgu á ári. Hótelherbergi I höf-
uðborginni, Rijad, kostar 26.400
krónur yfir nóttina, og ársleiga fyrir
hús með þremur svefnherbergjum er
um tiu og hálf milljón.
Á sama tíma er Saudi-arabía á leið
með að verða eitt mesta „velferðar-
ríki” heims. íbúunum er tryggð
ókeypis menntun allt upp 1 háskóla-
próf (með sérstökum fjárverðlaunum
fyrir háar einkunnir á háskólastigi),
ókeypis læknishjálp og stórlega niður-
greiddum landbúnaðarvörum. Vel-
launaðar stöður standa öllum opnar.
Þessi fágæti auður er ekki síður at-
hygliverður, þegar það er haft I huga,
að innri hluti Saudi-arabíu var aldrei
gerður að nýlendu, af því hann var of
fátækur og afskekktur. Nýrri kaflar I
saudi-arablska ævintýrinu hófust
1932, þegar Abdul Aziz Ibn Saud,
sem ríkti til dánardags árið 1953, út-
nefndi sjálfan sig konung landsins og
sklrði það Saudi-arablu.
Til þess að tryggja sér trúnað hirð-
ingjaættflokkanna, sem hann og for-
feður hans höfðu undirokað, tók Ibn
Saud sér um það bil 300 eiginkonur.
Þær fæddu honum 41 viðurkenndan
konungsson, og þrír þeirra hafa fylgt
föður sínum eftir á konungsstóli:
Saud (1953—64), Faisal (1964—75)
og Khalid, sá sem nú situr á konungs-
stóli. Enginn veit hve fjölmenn saudi-
arabíska konungsfjölskyldan er. En
þar sem múhammeðsmenn eiga rétt á
að eiga fjórar konur samtlmis, verður
að telja trúlegt að 41 sonur Ibns
Sauds og tíu bræður hans hafl aukið