Úrval - 01.10.1978, Blaðsíða 3
37. ár
Úrval
Október
1978
Með þessu hefti verða þáttaskil í útgáfu Úrvals.
Við höggvum á hnútinn. Ritið hefur lengi verið langt á eftir áætlun. Orsakir
til þess höfum við skýrt oftar en einu sinni. Nú segjum við stopp og kippum
Úrvali inn í réttan gang.
Askrifendum, sem ef til vill óttast að þar með verði þeir sviknir um það, sem
þeir hafa greitt fyrir, er óhætt að anda léttar. Þeir verða ekki hlunnfarnir,
heldur séð til þess, að þeir fái þann fjölda hefta, sem þeim var lofað. Hitt
hlýtur að verða þeim bragarbót líka, að fá nú heftin heim til sín á réttum tíma.
Þeim þökkum við langlundargeðið undanfarna mánuði.
Sagan af Karen Ann Quinlan, sem birtist sem bókarútdráttur í þessu hefti
hefur alls staðar vakið mikla athygli og sums staðar deilur. En það er fróðlegt
að kynnast málinu frá sjónarhóli þess fólks, sem hratt umtalinu af stað: For-
eldrum Karenar. Skömmu eftir að þýðing sú, sem hér birtist, var farin í setn-
ingu, sýndi sjónvarpið kvikmynd, sem byggð er á sögunni, en það er skoðun
undirritaðs, að sú kvikmynd hafi ekki gefið eins góða lýsingu á fólki og atburð-
um, eins og fámáút úr bókinni.
Af öðm efni má meðal annars benda á grein um Hvalfjörð og umhverfi
hans, eftir mann sem hefur alið allan sinn aldur við þennan fagra fjörð, grein
um reykskynjara, sem sannarlega er ekki vanþörf á að kynna nánar hér hjá okk-
ur en gert hefur verið til þessa — og raunar margt fleira. En kannski þykir rit-
stjórn Úrvals einna fróðlegast að frétta hvernig menn bregðast við nýyrði, sem
kynnt er í grein, er ber heitið Mópeðin em merkileg fyrirbrigði. Nýyrðið er
kynnt nánar með greininni sjálfri, en á þessum vettvangi em lesendur hvattir
til að láta álit sitt í ljósi — og kannski er það greinilegast gert með því að nota
orðið í daglegu tali — eða láta það vera.
Svo óskum við lesendum góðrar skemmtunar.
Ritstjóri.
Kápan:
Á þessu sumri var mikið tjaldað víða um landið. Þessi mynd er frá Skaftafelli
í Öræfum, vinsælum ferðamannastað álslandi.
Ljósm. Jón Karl Snorrason.