Úrval - 01.10.1978, Blaðsíða 18
16
ar kúluna bar inn að brúnni, hugsaði
Wayne, um leið og hann horfði
niðurá jörðina, 36,5 metra fali, ann-
ars vegar, en brúna, tveimur og hálf-
ur metra fyrir neðan sig, hins vegar:
,,Nú er að hrökkva eða stökkva!”
Svo stökk hann niður á brúna. Hann
rann út af gangstéttinni, inn á ak-
brautina, svo skelfdur bílstjóri varð að
nauðhemla.
,,Stöðvaðu umferðina!” hrópaði
Wayne til Wally Street. Svo flýttir
hann sér að austurbrúnni og hjálpaði
Bob með bendingum að leggja kúl-
una varlega niður á gangstéttina að
vestanverðu.
Undir brúnni varð ástandið stöðugt
dökkleitara hjá Gordy. Hann hafði
fengið tilfinninguna í hendurnar
aftur, og sársaukinn ásamt tröllatak-
inu sem hann hafði á vírnum, svo sár
að honum datt ekki annað í hug en
að hann yrði að sleppa. Eftir nokkrar
mínútur var hann að missa stjórn á
sér. ,,Hjálpið mér, einhver! Vljótt!”
öskraði hann. ,,Ég get ekki haldið
lengur! ”
Wayne óttaðist að Gordy kynni að
falla á hverri stundu. Hann hvarf frá
því að búa sér til eins konar öryggis-
belti úr reipi, heldur stökk aftur upp
á kúluna, valdi sér góða stöðu með
hægri fætinum, kreppti vinstri hnés-
bótina utan um kranakapalinn og
spennti ristina á vistri fæti aftur fyrir
hnésbót á hægri fæti. ,,Niður!”
hrópaði hann til Wallys. ,,Gefðu Bob
ÚRVAL
merki um að lyfta mér út fyrir og
fíra! ’ ’
Bob sá ekki kúluna lengur. En eftir
merkjagjöf lyfti hann henni upp fyrir
handriðið, sveiflaði henni varlega út
fyrir og lét bómuna síga þar til hún
nam við brúarhandriðið hans megin.
Þá gaf hann vírinn út. Kúlan rétt
skreið út fyrir brúna Gordys megin.
Loks sá BobJcúluna koma niður und-
an brúnni og Wayne með.
Gordy hafði enn ekki tekið eftir því
að Wayne var á leiðinni til hans.
Hann leit niður og sá að sjúkrabíll og
slökkvibíll voru komnir, en hann vissi
að netlaust var ekki hægt að hjálpa
honum. Svo heyrði hann Wayne
hrópa að ofan: „Haltu fast! Ég er að
koma niður til þín.” Og Wayne hélt
áfram að hópa, bæði til að Gordy
gæti skilist hve nærri hjálpin var og
eins til þess að auðveldara væri að
segja Bob Harding til: „Þetta er rétt
að koma — fimm fet — fjögur fet —
eitt fet — STOPP!” Nú voru þeir
Gordy augliti til auglitis, um metri á
milli þeirra. Wayne sneri rétt, en
Gordy hékk öfugur.
„Fljótur! Fljótur!” hrópaði Gordy.
En Wayfte var kyrr andartak og
reyndi að meta andlegt og líkamlegt
ástand Gordys. Ef Grody kastaði sér
of fljótt til hans, gæti það haft hrika-
legar afleiðingar. „Ég er hérna hjá
þér, Gordy,” sagði hann. „Vertu ró-
legur. Bíddu þangað til ég er tilbú-
inn.” Svo kallaði hann upp á brúna
að láta kranann færa sig nær. Bob
færði bómuna af mikiili nákvæmni