Úrval - 01.10.1978, Blaðsíða 86
84
ÚRVAL
Hér er fjallað um vandamál, sem verður æ algengara
meðal ungra, hraustra og almennt séð lukkulega kvæntra
manna. Það er sérfræðingur, sem gefur góðráð.
ÞESS VEGNA
MISSA SUMIR EIGINMENN
ÁHUGA Á KYNLÍFI
— Patricia O'Brien —
MÍ G ELSKA Eleanor, en ég
'Y er ekki jafn fíkinn í kyn-
jíp líf og ég var einu sinni,”
■g segir Jim Donnelly (öll-
’íK' um nöfnum breytt) um
sex ára hjónaband sitt. ,,Ég hef bara
ekki hugsað mikið um það. ’ ’
Það er að segja þangað til kvöid eitt
fyrir nokkrum mánuðum. Þau hjónin
voru að ganga til hvílu. Jim, sem er
tryggingasali, talaði alla ieiðina upp í
svefnherbergi um erflðan viðskipta-
vin. Um leið og hann hneppti að sér
náttfötunum, sagði hann: ,,Ég get
bara ekki hætt að hugsa um hann. Ég
ætla að horfa á sjónvarpið þangað til
ég verð syfjaður.”
Eleanor starði upp í loftið og velti
því fyrir sér, hvað væri að. Hvers
vegna forðaðist Jim hana alltaf, þegar
þau fóru í bólið? Loks brá hún sér
niður, slökkti á sjónvarpinu og stiliti
sér upp fyrir framan það.
,,Hvað er að?” spurði hún. ,,Ertu
orðinn ástfanginn af einhverri ann-
arri? Eðaertu orðinn getulaus?”
Jim fór undan í flæmingi. Það var
engin önnur kona. En það var óhjá-
kvæmileg staðreynd, að hann hafði
ekki teljandi löngun til kynlífs leng-
ur.
Það vandamál ungra, heilbrigðra
eiginmanna að missa löngun til kyn-
maka er miklu algengara en almenn-
ingur hefur gert sér ljóst. Engar áreið-
anlegar skýrslur eru til um það, en
— Stytt úrRedbook —