Úrval - 01.10.1978, Blaðsíða 58
56
ÚRVAL
verkun „voodoo” dauða. Síðla i síð-
asta áratug tóku læknar að gefa skýrsl-
ur um hjartasjúklinga, sem létust
snögglega eftir miklar geðshræringar.
Ahugi minn á þessu fyrirbrigði
jókst mjög við skyndilegt og óvænt
fráfall eineggja tvíburabróður míns af
hjartaslagi árið 1963. Einum degi
skemur en ellefu mánuðum síðar —
síðasta syrgingadaginn, samkvæmt
gyðingatrú — fékk ég líka hjartaáfall.
Þetta gerðist er ég fann átakanlega
fyrir því, að brátt yrði ár liðið frá því
að tvíburabróðir minn dó.
Skömmu síðar tók ég að safna
blaðaúrklippum um óvænt dauðsföll.
Með hjálp starfsbræðra minna um
víða veröld og réttarlækna söfnuðust
mér skýrslur um 275 tilfelli, þar sem
menn urðu bráðkvaddir fáum mín-
útum upp í klukkutímum eftir átaka-
mikinn atburð. I flestum tilvikum
voru fórnarlömbin ekki talin lasin, er
þetta gerðist, eða, ef þau voru ekki
talin heii, voru þau að minnsta kosti
ekki talin í neinum lífsháska.
Þegar við skilgreindum kringum-
stæðurnar við þessi dauðsföll, komu
fjórir flokkar í ljós. Algengast ,(í 135
dauðsföllum) var að undan þeim
hefðu farið erfið slit á samveru við
nána vini, eða að þau hefði borið að
höndum við ártíð ástvinar. I 57 af
þessum tilfellum urðu viðkomandi
bráðkvaddir eftir fráfall — oftast
skyndilegt — náins ástvinar. Fréttir
hermdu, að sumir þeirra er þannig
urðu bráðkvaddir, hefðu hrópað upp
yfir sig, að þeir gætu ekki lifað án
þess, sem iátist hafði. Margir vom
önnum kafnir við viðkvæm verkefni,
eins og að reyna að bjarga ástvinum
sínum eða ná í hjáip, þegar þeir sjálfir
urðu bráðkvaddir.
Tvö dæmi: 38 ára faðir varð bráð-
kvaddur er honum mistókst að lífga
við tveggja ára dóttur sína, sem hafði
fallið í vatnsgryfju. 49 ára maður lést
snögglega tveim stundum eftir þær
fréttir, að 22 ára dóttir hans hefði far-
ist og tvö börn hennar slasast lífs-
hættulegal umferðarslysi.
Fimmtíu af fyrrnefndum 135 til-
fellum létust innan viku frá láti ást-
vinar, venjulega maka. í einu tiivik-
inu var um að ræða þrjú dauðsföll á
fjórum dögum: 83 ára maður var
fluttur á spítafa með hjartaslag.
Meðan hann lá þar, varð kona hans
bráðkvödd. 61 árs sonur mannsins
(stjúpsonur konunnar) kom frá Flór-
ída til New York til að heimsækja
föður sinn á spítalann og vera við út-
för stjúpmóður sinnar. Hann varð
bráðkvaddur á heimili föður síns.
Þegar gamli maðurinn frétti sonar-
missinn ofan á konumissinn, lést
hann líka.
Næst algengustu kringumstæðurn-
ar (103 tilfelli) vom þær, er viðkom-
andi var í miklum háska, svo sem í
einhvers konar átökum. Til dæmis
lést gamall maður er hann lokaðist af
siysni inni á almenningsklósetti. Það
varð honum ofviða að brjótast út úr
því. I öðru dæmi lentu tveir góðir
vinir í heiftarlegu rifrildi. Engin lík-
amleg átök urðu, en annar mannanna