Úrval - 01.10.1978, Blaðsíða 49
NÝLEIÐ TIL BÆTTRA SAMSKIPTA
47
annan. Þegar fyrri vasinn var tómur,
var komið mál að snúa við heim á ný.
Konan hans er aftur á móti um-
hugsunarmaður og hafði ekki yndi af
þessum ferðamáta. Smám saman hafa
þau komist að málamiðlun: Þau
leggja enn upp án þess að hafa fast-
ákveðna leið, en hafa gert sér grein
fyrir í stórum dráttum í hvaða átt á að
fara. Og hún hefur kynnt sér rækilega
fyrirfram, hvað geti verið merkilegt á
þeirri viðmiðunarleið. Og hún á til að
segja allt í einu: „Heyrðu, hér ein-
hvers staðar er dýragarður! ’ ’ Auðvitað
vissi hún fyrir löngu, að hann varþar.
Að hafa skilning á samskiptaein-
kennunum getur í stuttu máli sagt
auðveldað sérhvert form samveru og
sambands, því það opnar augu okkar
fyrir því, hve skilningur okkar á
heiminum getur verið ótrúlega mis-
munandi.
Kona, sem var dálítið viðkvæm fyrir aldri sínum, var spurð hve
gömul hún væri. Hún svaraði kuldalega: ,,15 — á Celcius” (Því má
bæta við, að 15 stiga hiti á Celcuis er sama og 59 stiga hiti á Fahren-
heit, og fæstir ameríkanar hafa á reiðum höndum skala beggja þess-
ara mæla.) Tribune
Margir þeirra, sem koma á slysadeildir spítalanna hafa slasast í slags
málum. Samt er algengasta ástæðan, sem gefin er fyrir áverkunum,
kölluð ,,slys”.
Kvöld eitt var komið með fótbrotinn mann á slýsastofu. Hann
sagðist hafa opnað alla gluggaí íbúðinni, af því veðrið hefði verið svo
heitt. Svo hefði hann fyllt baðkerið af köldu vatni og sest ofan í. Allt
í einu kom ritvél svífandi inn um gluggann, lenti ofan í baðkerinu og
braut á honum fótinn. Hjúkrunarkonan sem tók skýrsluna af mann-
inum, kímdi að uppfinningasemi hans og skráði sögu hans samvisku-
samlega í spítalabókina.
Seinna þetta kvöld kom lögregian með mann, sem hafði meiðst er
hann reyndi að komast undan handtöku. Hann hafði reynt að flýja
með því að klifra niður brunastiga. ,,Það eina, sem við erum í vand-
ræðum með,” sagði lögregluþjónninn, ,,er að við finnum hvergi rit-
vélina, sem hann var að stela.” Julia M. Diffily