Úrval - 01.10.1978, Blaðsíða 17

Úrval - 01.10.1978, Blaðsíða 17
ÉG GET EKKl HALDIÐ LENGUR! hærri en brúin. Gordy hékk niður úr brúnni að vestanverðu. Brúin var 11 metra breið. Kraninn stóð aðeins 10,5 metrum austan við brúna. Ef sú afstaða gerði það að verkum að ekki væri hægt að teygja bómuna vestur yfír brúna, var áætlun Waynes þar með að engu gerð, því það tæki að minnsta kosti fimm til sex klukku- tíma að færa þennan þunga bygg- ingakrana. Sem betur fór var „hlaupalína” kranans tiltæk þessa stundina. Hún er grannur kapall með kúlu á endanum, kúlu, sem er hálfur metri í þvermál og stór krókur niður úr. Hlaupalín- unni má lyfta og láta hana síga miklu hraðar heldur en hægt er að gera við aðallínuna. Kúlan var aðeins um tíu metra frá Wayne. Hann reyndi að ná sambandi við Bob Harding gegnum vasatalstöð- ina, en þegar það tókst ekki, fleygði hann talstöðinni, reif af sér verkfæra- beltið, hljóp að kúlunni og upp á hana. Hann kreppti aðra höndina í rúmlega axlarhæð og sneri henni í hringi með fíngurna upp. Það var merki til Hardings sem þýddi: ,,Lyftu mér upp.” í stjórnklefanum á stóra krananum hafði Bob tíu stengur, þrjá pedala og fjöldann allan af hnöppum, rofum og mælum til að styfa krananum með. Hann hafði 25 ára reynslu af stjórn stórra krana og var orðinn vanur að lyfta hlutum og leggja þá frá sér ofur- varlega annars staðar, jafnvel þótt hann sæi ekki sjálfur hvar. En venju- lega gat hann reitt sig á örugga til- sögn gegnum talstöð eða greinilega merkjagjöf. Að þessu sinni varð hann að rýna sjálfur, og það svo að segja beint í sólina. Nú varð hann að sýna ýtrustu gætni. Það sem hann varð að gera neyddi hann til þess að brjóta þá ströngu reglu að rétta bómuna ekki yfir brúna meðan umferð var á henni — með kúlunni mátti auðveldlega fletja út bíl og þá sem í honum væru. Það tók hann mínútu að lyfta Wayne upp í brúarhæð. Síðan sveigði hann bómuna varlega í átt að brúnni. Þeg-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.