Úrval - 01.10.1978, Blaðsíða 11
D ÝRIN ER U ÖÐR U VÍSIEN VIÐ HÖLDUM
9
á bug og gefur hleypidómalausa inn-
sýn í raunverulega dýrheima.
Tökum konung dýranna sem
dæmi. Rensberger vitnar í ljónafræð-
inginn fræga, Goerge Schaller, sem á
þremur árum varði 2900 klukku-
stundum til þess að rannsaka hátterni
villtra ljóna á Serengetisléttunni í
Austur-Afríku. Schaller komst að
raun um, að ljón kjósa heldur að
ræna veiðinni frá öðrum rándýrum en
veiða sjálf. I vissum hlutum Afríku
afla Ijónin helmings fæðu sinnar með
því að ræna því, sem önnur dýr hafa
lagt að velli, eða éta dýr, sem hafa
orðið sjálfdauð. (Ljón verja miklum
tíma til þess að horfa til himins eftir
hringsólandi hræfuglum, sem þau
nota til að vísa sér á hræ). Og sé
knappt um fæðu, éta fullorðnu ljónin
þá hugurlús, sem fáanleg er, en láta
unga sína drepast úr hungri. Um
þriðjungur allar ljónsunga endar ævi
sína í sultardauðanum, til viðbótar
þeim sem drepast af því að foreldr-
arnir skilja þá eftir eða önnur ljón
drepa þá sér til matar.
Og það sem meira er: Þegar karl-
ljónið neyðist til að veiða sjálft, stekk-
ur það ekki, eins og margir halda, upp
á bak dýrsins, sem það hefur augastað
á, og drepur það fljótt og sársaukalít-
ið með því að hálsbrjóta það með
einu vænu höggi með hramminum.