Úrval - 01.10.1978, Blaðsíða 38
36
ÚRVAL
þeir eld miklu fyrr en nokkur maður
getur fundið hann, stundum meira
en klukkustund áður en logi sést.
Einnig eru til sambyggð kerfi, sem
gefa viðvörun um allt hús, ef einhver
skynjari á kerfinu verður var við reyk.
Reykskynjarar hafa komið á mark-
aðinn á mjög heppilegum tíma. Eldar
í íbúðarhúsnæði hafa orðið miklu
skaðvænni en áður var. Ein ástæðan
er stóraukin notkun gerfiefna og
plasts, sem brennur með meiri hita
og hraðar en náttúrlega efni, og geta
gefið frá sér eitraðar lofttegundir.
Bandaríska eidvarnaeftirlitið segir,
að það taki flesta þrjár mínútur að
komast undan eldi, sem kviknar að
nóttu — eftir að vart hefur orðið við
hann. En oft er ekki svo mikill tími til
stefnu. Ef maður hefur reykskynjara
utan við svefnherbergisdyrnar, eru
40% líkur til að maður fái þessar
þrjár mínútur til að forða sér. Ef
maður hefur einn reykskynjara á
hverri hæð — kjallarinn meðtalinn,
aukast líkurnar upp í 88%. ,,Ef við
gætum komið fyrir einum reykskynj-
ara á hverju heimili,” segir Howard
D. Tipton, formaður eldvarnaeftir-
litsins, ,,gætum við fækkað dauðs-
föllum af völdum elds um helming á
einu ári.”
I Scotch Plains í New Jersey bjarg-
aðist fímm manna fjölskylda úr elds-
voða af því að hálfvaxinn sonur í fjöl-
skyldunni vaknaði við væl reykskynj-
arans frammi á ganginum. Fjölskyld-
an hafði keypt fjóra rafhlöðudrifna
reykskynjara, en aðeins fest einn
þeirra upp. Um leið og fólkið flúði,
heyrði það mikinn gauragang niðri í
kjallara. Þar höfðu hinir þrír reyk-
skynjararnir farið í gang — þótt þeir
væru enn í umbúðunum!
I Sacramento í Kaliforníu fórust
fimm úr sömu fjölskyldunni í elds-
voða. Þar var ekkert viðvörunartæki.
Einn nágrannanna var Skip Vander-
bundt, knattspyrnumaður að at-
vinnu. Honum varð svo mikið um, að
hann keypti sér í skyndi vandaðan
reykskynjara og festi hann upp fram-
an við hjónaherbergisdyrnar þannig
að líka heyrðist til hans inn í barna-
herbergin. Um þremur mánuðum
seinna var Vanderbundt á keppnis-
ferðalagi með liði sínu, þegar biluð
innstunga í öðru barnaherberginu of-
hitnaði og kveikti í gluggatjöldun-
um.
Barnið svaf áfram, þar til reykur,
sem hafði síast undir hurðina setti
reykskynjarann í gang og vaktijudie
Vanderbundt. Judie tókst með
naumindum að komast með dæturn-
ar út á götu áður en reyksprengingin,
sem slökkviðliðsmönnum stendur svo
mikill stuggur af, splundraði barna-
herberginu. Meira að segja glugga-
rammarnir þeyttust úr. ,,Við hefðum
allarfarist,” sagðijudie á eftir.
HVERNIG Á AÐ VELJA
REYKSKYNJARA?
Spurning: Get ég byrjaö meö einn,
en fjölgaÖþeim síöan ?
Svar: Já, það gera einmitt margir.
En kunnáttumenn segja: Búir þú í