Úrval - 01.10.1978, Blaðsíða 88
86
ÚRVAL
sem ég vil við minn eigin mann í
mínu eigin svefnherbergi?”
Sjálfstæði Sharonar hefur vakið
ótta með Ralph, sem hann á erfitt
með að horfast í augu við. Að hluta
til óttast hann að konan hans eigi of
greiðan aðgang að öðrum karlmönn-
um. Þótt Sharon sé ekki á hnotskóg
eftir skyndiástum, fer sú staðreynd að
það væri henni auðvelt að fara illa
með sálarlíf hans. Ralph er milli
tveggja elda, því hann hefur líka
áhyggjur af því að hann sé ekki nógu
mikill bógur handa konunni sem nú
er orðin svo aðgangshörð í kynlífinu.
Eftir því, sem félagsfræðingurinn
Jessie Bernard segir, er þetta gamla
sagan, sem nú hefur snúist við:
,,Áður var það skylda konunnar að
vera tilbúin til kynmaka,” segir hún.
,,Nú er það einnig orðin skylda karls-
ins, og hann er oft alls ekki reiðubú-
inn til þess að axla hana. ’ ’
Oft forðast menn líka kynmök
vegna þess að þeir eru ekki viðbúnir
þeirri óhjákvæmilegu rénun holds-
lystarinnar, sem verður á fyrstu árum
hjónabandsins. Barry Jenkins getur
horft um öxi til lífsreynslu sinnar með
nokkurri kímni nú orðið, en lengi var
honum þetta mikið alvörumál. Bæði
Barry og kona hans, Janet, töldu kyn-
hrifin milli þeirra myndu haldast
óbreytt „meðan þau elskuðu hvort
annað”. En eins og ævinlega fer dró
úr þeim. Barry varð áhyggjufullur,
eins og flestir karlmenn verða, þegar
þeir uppgötva að þeir hafa meiri
áhuga á kvöldmatnum heldur en því,
hvernig konan þeirra er til fara. Hafði
kynhvöt hans eitthvað bilað? Var ást
hans að réna? Loks fóru þau til sér-
fræðings í kynlífsmálum.
Eftir nokkurn tíma undir hand-
leiðslu hans gat Barry horfst í augu
við tvennt, sem hann hafði ekki við-
urkennt fyrir sjálfum sér áður:
„Stundum var ég ekki tilbúinn til
kynmaka af því ég var of þreyttur, eða
við Janet höfðum verið að rífast. Mér
fannst ég eiga að loga af fýsn hvað
sem á gengi.”
Margir menn eru farnir að hafna
þeirri hugmynd, að þeir eigi alltaf að
vera tilbúnir til kynferðislegra afreka.
En of mörg hjón taka einfaldlega að
forðast alla snertingu, fara kring um
hvaðeina sem gæti þýtt að þeim mis-
tækist í bólinu. Síðan verða þessi
undanbrögð í sjálfu sér versti vand-
inn.
„Hjónin taka upp á því, sem ég
kalla ,, að hugsa í kross”,” segir
Hoffman. „Hann kemur heim og
segir: , ,Ég þarf að vinna í kvöld. ’ ’ Og
hún hugsar: „Þú meinar, að þú viljir
ekki eiga mök við mig í kvöld.” Fljót-
lega skiptir ekki máli, hvort í raun-
inni þarf að leysa verkefnið undir eins
eða hvort það er fyrirsláttur. Sam-
bandið rofnar.
Þegar Eleanor Donnelly loks rak
Jim upp að vegg, fóru þau að tala
saman. Hvað var eiginlega að
honum? Hann var ekki veikur, og
hann hafði ekki komið sér upp hjá-
konu. Hann var ekki getulaus.
Tilraunir hans til að pota sér áfram