Úrval - 01.10.1978, Blaðsíða 124
122
ÚRVAL
að hafa kynnst þeim var ómögu-
legt annað en láta sér falla við þau.
Þetta vom engir angurgapar. Þetta
var gott fólk. Þegar öllu var á
botninn hvolft, hafði ég á tilfinn-
ingunni að þetta væri eins og
grískur harmleikur — þar sem
atburðir gerðust gersamlega utan
við áhrifamátt persónanna, og
þótt allir óskuðu í rauninni hins
sama, báru örlögin þá hvern sína
leið.
Aðra vikuna í mar, nærri hálfum
öðrum mánuði eftir að hæstiréttur
kvað upp úrskurð sinn, uppgötvaði
Julia að Karen var ekki einasta háð
öndunarvélinni ennþá, heldur var
verið að auka þann tæknibúnað, sem
við hana var tengdur.
Ég var að fara út með mömmu
að borða á mæðradaginn, og við
komum við til að líta á Karenu.
Stór vél stóð við fótagaflinn hjá
henni. ,,Hvað er þetta?” spurði
ég, og hjúkrunarkonurnar
svöruðu: „Karen hefur verið með
hita og Morse lét færa vélina
hingað. Þetta er vél, sem stillir
líkamshita.”
Ég trúði ekki mínum eigin
eyrum. Mér fannst þetta svo
grimmdarlegt og ósanngjarnt.
Ég hélt að mamma myndi fá
taugaáfall þetta kvöld. Þetta var í
fyrsta sinn, sem hún sá Karenu
með ekkert ofan á sér. Vegna nýju
vélarinnar hafði verið tekið ofan af
henni, og við mömmu blasti það
sem ég hélt hún myndi aldrei
þurfa að sjá — samanskroppinn
líkama Karenar litlu, herptan
saman í stellingu sem alls ekki var
mannleg, með teppi milli fótanna
til þess að beinin skærust ekki inn
í holdið og sárapúða milli tánna
svo þær nudduðu ekki hver aðra.
Legusárin vom svo djúp, að það
glitti í mjaðmagrindina. Mamma
var svo yfirkomin, að ég varð að
draga hana með mér út úr spít-
alanum.
Þetta kvöld varð mér ljóst, að
ekki varð lengur beðið.
Að ósk Juliu var kallaður saman
fundur 18. maí með læknum
spítalans, Quinlanfjölskyldunni og
lögmönnum beggja aðila. ,,Eg er
lengi að reiðast,” sagðijoe. ,,Og eftir
að ég er orðinn reiður, líður á löngu
þar til það sést. En þetta kvöld var
mér nóg boðið.”
Javed læknir sagði: „Ætlið þið
að biðja okkur að hætta allri
meðferð? Taka frá henni fúkalyfln
og fæðuna — um leiðsog öndunar-
vélina?”
Mér gramdist þetta. Við
höfðum svo oft rætt um þetta
áður. „Læknir, ég hef sagt þér
oftar en einu sinni hug minn varð-
andi lyfin og fæðuna. Það eina,
sem við förum fram á, og höfum
nokkm sinni farið fram á, er að
öndunarvélin sé tekin frá henni.