Úrval - 01.10.1978, Blaðsíða 40
38
einum sekúndum, sem andar þeim
að sér — áður en hann nær að vakna.
Sþurning: Hvar á að setja fyrsta
reykskynjarann ?
Svar: Fyrsta regla eldvarnaeftirlits-
manna er þessi: Uppgötvið eld áður
en hann lokar útgönguleiðinni.
Ákjósanlegast er að hafa hann utan
við svefnherbergisdyrnar. Aðrir veiga-
miklir staðir eru þar sem einhverjir
sofa (sérstaklega þeir sem reykja í
rúminu); ofan og neðan við alla stiga,
í anddyrinu.
Önnur reglan er þessi: Verndið sér-
stakt fólk á sérstökum stöðum. Það er
skynsamlegt að hafa reykskynjara í
herbergi sérhvers barns, sérhvers þess,
sem er fatlaður, veikur eða örvasa.
Spurning: Er ráðlegt að hafa reyk-
skynjara íeldhúsi og bílskúr?
Svar: Matseld og útblástur bíla
leiða til of mikilla ástæðulausra við-
varana reykskynjara. Þótt til séu reyk-
skynjarar sérstaklega auglýstir fyrir
eldhús, ráðleggja flestir kunnáttu-
menn að hafa reykskynjara minnst
tvo metra frá eldhúsi. Það er nógu
nærri til að skynja raunverulegan eld í
tæka tíð.
Spurning: Er betra að hafa raf-
hlöðudrifna skynjara heldur en þá sem
eru tengdir við rafkerfi húsins?
Svar: Það er visst öryggi, að þeir séu
með sína eigin orku. Kostnaður við
rafhlöður, sem endast heilt ár, er ekki
verulegur. Þegar rafhlöðurnar verða
daufar, gerir skynjarinn viðvart um
það — stundum með flauti, stundum
skýtur hann út frá sér fána til merkis.
ÚRVAL
Spurning: Þurfa reykskynjarar við-
hald?
Svar: Alveg endilega. Þá á að ryk-
suga tvisvar á ári til að fjarlægja ryk,
sem getur valdið ástæðulausri við-
vömn. Hvern reykskynjara á að prófa
einu sinni í mánuði (sumir sérfræð-
ingar segja vikulega). Látið rjúka af
eldspýtu, kveikiþræði eða sígarettu
beint inn í skynjarann.
Spurning: Eru ekki bölvuð óþæg-
indi af því, ef skynjarinn gefur við-
vörun að ástæðulausu ?
Svar: í sumum tilvikum gefur ,,raf-
auga” skynjari ástæðulausar viðvar-
anir einu sinni til tvisvar á ári. Næmir
„Ionization-chamber” skynjarar
kannski aðeins oftar. En þeir rjúka
ekki í gang þótt kveikt sé í vindli í
húsinu. Sérfræðingar segja, að æski-
legt sé að reykskynjarar gefi ástæðu-
lausar viðvaranir endrum og eins. Það
sýni, að þeir séu nógu næmir til að
veita raunverulega vernd.
Eitt er mjög mikilvægt: Þvt má
aldrei treysta, að viðvörun hafi verið
út í bláinn. Farið aldrei upp í aftur,
fyrr en búið er að ganga rœkilega úr
skugga um, að öllu sé óhætt. Jafnvel
þá er skynsamlegt að doka við um
hríð. Ein fjölskykla hringdi í slökkvilið
af því að reykskynjarinn þeirra gaf
merki að ástæðulausu. og vildi ekki
láta af því. Slökkviliðsmenn komu á
staðinn, fundi engan eld, og af
greiðasemi sinni tóku þeir rafhlöðuna
úr reykskynjaranum, svo fólkið fengi
svefnfrið. Klukkustundu síðar var
húsið alelda. ★