Úrval - 01.10.1978, Blaðsíða 59
GETA GEÐSHRÆRINGAR VALDID BANA ?
57
varð allt í einu bráðkvaddur. Hinn,
sem haíði veilt hjarta fyrir, fékk and-
þrengslakast og lést af völdum þess.
Tuttugu og fimm manns létust
skömmu eftir að hættan var liðin hjá
— svo sem eftir að hafa lent í umferð-
aróhappi án þess aðhafa orðið fyrir
meiðslum. I öðru dæmi má nefna
fimmtugan mann, sem hafði lifað af
meiri háttar jarðskjálfta. Nokkrum
mánuðum seinna gekk minni háttar
jarðskjálfti yfír og maðurinn lést við
skrifborðið sitt.
í þriðja flokknum voru 21 aðili.
Þetta fólk lést eftir að hafa orðið fyrir
vonbrigðum, hafa mistekist eitthvað
mikilvægt, misst stöðu sína eða sjálfs-
virðingu. 59 ára háskólarektor, sem
neyddist til að segja af sér vegna
þrýstings frá háskólaráðinu, varð
bráðkvaddur við athöfnina er nýi
rektorinn tók við. Sex virðulegir borg-
arar létust er þeir voru flæktir í af-
brotamál eða áttu sjálfir ákæru yfir
höfðum sér.
Það kann kannski að virðast skilj-
anlegt, að sorg, mistök eða hræðsla
geti valdið mönnum svo mikilli geðs-
hræringu, að þeir fái ekki afborið. En
þeir 16, sem skipuðu fjórða og síðasta
flokkinn létust eftir að þeir höfðu náð
einhverju langþráðu marki, eftir
gleðiríka endurfundi og „giftusam-
leg endalok”. 55 ára maður varð
bráðkvaddur er hann hitti 88 ára
föður sinn eftir tveggja áratuga a’>-
skilnað. Að því búnu hneig faðirinn
dauður niður. 75 ára kona varð bráð-
kvödd eftir vikudvöl með fjölskyldu
sinni, sem hún hafði yfirgefið fyrir 60
árum og ekki hitt síðan. 75 ára karl
sem vann 1683 dollara í tveggja doll-
ara veðmáli dó þegar hann var að
sækja vinning sinn.
Eitt er sameiginlegt með öllum
skýrslum um snöggan dauða. I flest-
um tilfellum hefur fórnarlambið
orðið fyrir einhverju, sem ógerningur
er að leiða hjá sér, annað hvort af því
það kom svo óvænt eða vegna þess að
það var svo yfirþyrmandi og óaftur-
kallanlegt. Það er líka sameiginlegt,
að viðkomandi hefur ekki, eða telur
sig ekki hafa, vald á aðstæðunum eða
sjálfum sér, eða þá að hann óttast að
hann muni missa þá stjórn,. sem
hann hefur. I sumum tilvikum virðist
viðkomandi ekki telja það ómaksins
vert að reyna að hafa áhrif á atburða-
rásina. Þess í stað er svo að þeir vænti
dauða og bíði hans með rósemi.
Þessi uppgjöf kemur vel í ljós í
dæmi 45 ára manns, sem fannst lífið
óbærilegt í borginni, þar sem hann
bjó. Rétt sem hann var að flytjast til
annarar borgar, kom í ljós að þeir örð-
ugleikar, sem hann var að flýja, voru
llka til staðar þar. Engu að síður fór
hann með uppgjafar sinnuleysi ásamt
vini sínum upp í lestina áleiðis til
nýja staðarins. En honum fannst
hann hvorki geta verið kyrr né farið á
nýja staðinn, sagði vinurinn, heldur
fór úr lestinni á miðri leið. Þar fékk
hann kransæðastíflu og lést þegar í
stað.
Að verða bráðkvaddur undir and-
legu álagi er engan veginn sérein-