Úrval - 01.10.1978, Blaðsíða 72

Úrval - 01.10.1978, Blaðsíða 72
70 ÚRVAL eiginlega virki. Sjö eða átta menn, vopnaðir öxum, brutust þegar í stað inn og hjuggu sundur keðjurnar, sem héldu ytri vindubrúnni uppi, svo hún féll niður með þungum skell og kramdi undir sér einn uppþotsmann- anna. Þrjú hundruð manns streymdu í flýti inn yfir brúna. En hús fangelsisstjórans var mann- laust, þar sem allt varðliðið hafði leitað skjóls I virkinu. Nokkrir her- menn á veggjunum og í turnunum vöruðu múginn við að koma nær. Loks hófu þeir skothríð, og nokkrir þeirra ágengustu féllu. Nú færðist kurr um hópinn. ,,De Launay hefur rofið heit sitt um að láta ekki skjóta!” var hrópað. ,,Drepum de Launay!” Sá kvittur flaug eins og eldur í sinu, að Launay hefði Iátið höggva á brúarkeðjurnar, svo her- menn hans gætu óhindrað skotið á fólkið. Þessi misskilningur átti eftir að kosta fangelsisstjórann lífið. SKIPULAGT ÁHLAUP Þegar hér var komið stakk bruggari að nafni Santerre upp á því, að vögn- um með logandi heyi skyldi ekið inn í hús fangelsisstjórans. Tilgangurinn var sá að blinda hermennina með reyk. Skömmu seinna ^reip hópurinn unga stúlku, sem talin var vera dóttir Launays. Hún var bundin við hey- vagn, og hótað að kveikja í heyhlass- inu, ef faðir hennar gæfíst ekki upp. „Hættið,” hrópaði hermaður, sem hét Aubin-Bonnemére og þekkti liðið í virkinu vel. ,,Þetta er ekki dóttir fangelsisstjórans!” Meðan múgurinn hikaði, stakk Aubin-Bonnemére af með stúlkuna. Raunar var hún ung- frú de Monsigny, dóttir iiðsforingja, sem réði fyrir 82 af liði því, sem f Bastillunni var. Fyrir framan ráðhúsið gerðist ann- að dramatískt atvik. Tveir hjópar úr franska varðliðinu, alls 62 hermenn, höfðu hlaupist úr hernum til þess að taka þátt í uppþotinu. Nú biðu þeir þarna eftir því að eitthvað gerðist. Þá sá hinn 31 árs gamli Pierre Hulin sér leik á borði. Hann var fyrrverandi sveitastrákur, sem komist hafði upp í liðþjálfastöðu, áður en hann gekk úr hernum til að setja á st )fn þvottahús í Saint-Denis. Nokkrur.i árum seinna varð hann einn af hershöfðingjum Napóleons. Skothvellirnir frá Bastillunni urðu til þess, að honum datt nokkuð í hug. „Vinir mínir,” hrópaði hann til her- mannanna, ,,eruð þið borgarar? Já, þið eruð það. Komum þá til Bastill- unnar. Þar er fólk skorið á háls, þar eru félagar ykkar skornir á háls! ’ ’ Hermennirnir urðu þegar við áskoruninni og drógu með sér fjórar kanónur. Þegar þeir komu að virkinu, voru þar alls um 500 manns. Samrímis kom þriðja nefndin til Bastillunnar, undir forystu Dela- vigne, sem var forseti þjóðkjörnu fastanefndarinnar. En árásarlið og varnarlið barðist stöðugt í forgarðin- um, svo sendinefndin komst ekki að. Fjórða nefndin, undir forystu málafærslumannsins Ethis de Corny,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.