Úrval - 01.10.1978, Blaðsíða 111
KARENANN QUINLAN
109
Þegar ég mundi hvaða dagur
þetta var, stökk ég fram úr rúminu
og skellti glugganum aftur — og
blasti þá við að minnsta kosti 40
manns, sem húkti undir trjám og
regnhlífum. Ég veit ekki hvers
vegna mér hnykkti við að sjá alla
þessa fréttamenn — ég hef líklega
búist við að þeir yrðu allir við
dómhúsið. Og maður venst því
aldrei almennilega að vera
umkringdur á sínu eigin heimili!
Um áttaleytið kom faðir Tom,
tilbúinn að aka okkur til dóm-
hússins. Um leið og við opnuðum
hliðardyrnar, tóku glampar
leifturljósanna að glefsa í
rökkvann eins og flugeldar. Við
svöruðum eins mörgum spurn-
ingum og mögulegt var og um leið
og við stukkum inn í bílinn
þyrptist fréttalýðurinn inn í sína
bíla og fylgdi fast á hæla okkar til
Morristown. I stað þess að fara svo
lítið bæri á, vorum við eins og
forystubíll í bílalest.
Þegar réttarhöldin hófust,
kallaði Armstrong Morse lækni fyrst
til vitnis. Paul bað hann að lýsa
ástandi Karenar Ann eins og það var
þá. Morse sagði, að hún væri í
stöðugu dái, með svefn-vöku-
hringjum. ,,Sá, sem er í dái, getur
haft þessa svefn-vöku-skiptingu og
samt verið í dái. Dá er meðvitundar-
leysi, þar sem viðkomandi getur verið
vakandi en samt án meðvitundar um
umhverfí stt.
Spurning: Getur þú skýrt þetta dá
enn nánar?
Svar: Ég tel, að Karen sé krónískur
og viðvarandi sjúklingur, sem aldrei
framar geti öðlast umtalsverðan bata.
Spurning: Eru þær skemmdir, sem
Karen hefur orðiðfyrir, ólœknandi?
Svar. Enginn læknir getur nokkru
sinni sagt, að eitthvað sé algerlega
ólæknandi. En eftir sex mánaða
reynslu er maður óhjákvæmilega
mjög, mjög svartsýnn á, að hún geti
nokkru sinni lifað nokkurs konar
sjálfsbjargarlífi.
Spurning: Er það skoðun þín, að
einhvers konar meðferð geti bœtt eða
læknað ástand Karenar?
Svar: Persónulega veit ég ekki um
neina. Og við höfum reynt að afla
okkur upplýsinga þar að lútandi.
Spurning: Hve lengi telur þú, að
Karen gætilifað án öndunarvélar?
Svar: Það veit ég ekki.
I gagnyfírheyrslu spurði Daniel
Coburn Morse lækni hvernig gáfna-
fari Karenar kynni að verða farið, ef
hún skyldi fá meðvitund.
Svar: Það er mín persónulega
skoðun, byggð á því að ég hef verið
læknir hennar mánuðum saman, að
hún geti ekki lifað neins konar
þroskalífi. Hún kynni að ,,geta verið
til” á stofnun.
Gagnyfirheyrslan yfír Morse lækni
stóð langt fram á dag. Tauga-
sjúkdómafræðingurinn endurtók
hvað eftir annað þá skoðun sína að
heilaskemmdir Karenar Ann Quinlan