Úrval - 01.10.1978, Blaðsíða 68
66
ÚRVAL
út, missti Bastillan æ meir af hernað-
arlegri þýðingu sinni og var síðar not-
uð fyrir ríkisfangelsi. Fjöldi fanga á
rímum Lúðvíkanna XIV og XV varð
þó mest 40, og fór minnkandi, því
14. júlí 1789 vom þar aðeins sjö fang-
ar eftir. En þar vom nítján sinnum
fleiri varðmenn — fjórir fangaverðir,
sjö manna þjónustulið og 120 her-
menn, að liðsforingjum meðtöldum.
Allir vom undir ^rjórn virkisstjórans,
Bernard Rcné Jeurdan de Launey
markgreifa.
En hvers vegna hataði fólkið Bast-
illuna svona ákaft? Vegna þess, að
hægt var að setja menn þar inn aðeins
með einföldu lettre de cachet (inn-
siglisbréf), ef þeir höfðu gert kóngin-
um eða hirð hans gramt í geði. Volt-
aire dvaldi þar næstum heilt ár af því
hann orti nokkur djörf kvæði um her-
togafrúná af Berry (Marie Louise
Elisabeth d’Orleans), og rithöfundur-
inn Jean-Francois Marmontel var
sendurí Bastilluna, af því hann hafði
skopast að fyrirfólkinu.
Margar sögur gengu um þær pínsl-
ir, sem talið var að fangarnir yrðu að
þola í fangelsinu. Alexandre de Cagl-
iostro, sem flæktist í málið fræga um
hálsfesti drottningarinnar, sagði einu
sinni: „Ætti ég um það tvennt að
velja, að vera tekinn af lífi eða eiga að
dvelja sex mánuði í Bastillunni,
myndi ég ekki hika við að segja:
„Leiðið mig á aftökupallinn”.”
2. júlí sat Donatien de Sade, höf-
undur Justine, sem fangi í Bastill-
unni. Með því að nota járnrör sem
gjallarhorn hrópaði hann til fólksins á
Faubourg Saint-Antoine fyrir utan:
, ,Þeir skera okkur á háls hér inni! Þeir
eru að myrða fangana! Komið og
frelsið okkur!” Af ótta við að þetta
endurtæki sig, fékk landshöfðinginn
de Sade fluttan á geðsjúkrahúsið í
Charenton.
I raun og vem vom þessar skelfi-
legu sögur uppspuninn einn. Enginn
hafði verið pyntaður í Bastillunni
síðan 1720. Charles-Francois Dum-
ouriez, sem síðar sigraði prússa við
Valmy, hrósaði meira að segja fæðinu
í Bastillunni. ,,Við fengum alltaf
fimm rétti í hádeginu,” sagði hann
seinna, ,,og þríréttað 1 kvöldmat.
Fyrir utan eftirrétt.”
REIÐIN BRÝST ÚT
Bastillan hélt þó engu síður áfram
að vera — og það með réttu — tákn
einræðis konungsins. Þau efnahags-
kjör, sem parísarbúar bjuggu við um
þessar mundir, eru vafalaust megin-
orsökin til þess, að reiði fólksins
braust út og varð að báli þann 14.
júlí. Marie-Joseph de La Fayette hers-
höfðingi taldi, að af 600 þúsund íbú-
um borgarinnar væru 30 þúsund at-
vinnulausir. Ölærður verkamaður
hafði milli 20 og 30 sous á dag, en
duglegur múrari gat komist upp í 40
sous. Á sama tíma kostaði tveggja
kílóa brauðhleifur allt upp í 20 sous.
Um klukkan níu sunnudagskvöldið
12. júlí sneri hinn ungi Thiébault
barón heim til Parísar eftir skógarferð
til Vincennes. Hann kom að borginni