Úrval - 01.10.1978, Blaðsíða 121

Úrval - 01.10.1978, Blaðsíða 121
KARENANN QUINLAN 119 meðan hæstiréttur velti málinu fyrir sér. Joe var heldur bölsýnn eftir að málið hafði verið tekið fyrir, og þegar hann lítur til baka til mánaðanna febrúar og mars 1976, telur hann að ,,við hefðum fallið saman, hefði okkur grunað að ákvörðunin yrði svo lengi á leiðinni sem raun bar vitni. ’ ’ Fréttamiðlarnir létu okkur bæri- lega í friði og í fyrsta sinn hafði ég næði til að setjast niður og hugsa í alvöru. Á kvöldin, þegar Julia og börnin voru komin í ró, teygði ég úr mér í setustofunni og hugsaði um Karen. Ég velti því fyrir mér, hvers vegna guð legði þetta á hana. Hann hlaut að búa yflr ein- hverjum tilgangi, og ég bað þess æ ofan í æ, að hann opinberaði mér þann tilgang. Og smám saman tóku hlutirnir að skýrast fyrir mér. Fyrir þrjátlu og einu ári var ég í 84. fótgönguliðssveitinni og við sóttum fram gegn þjóðverjum. Ég var aðeins 19 ára. Dag nokkurn var ég á gangi eftir opnum stíg með félaga mínum. Við vorum í djúpum samræðum og gengum svo þétt saman, að við fast að því snertumst. Allt í einu kom leyni- skytta auga á okkur. Hann valdi annan og felldi félaga minn við hlið mér. Ég gat ekki annað hugsað en „guð, hvers vegna var mér hlíft? Hvers vegna er hann dáinn, en ekki ég?” Seinna gerðist nokkuð annað, sem átti ríkan þátt í að móta skapgerð mína, og hafði varanleg áhrif á mig alla ævi. Það var í orrustunni við Bulge. Það var mikill hávaði og æsingur og ég var hræddur og reiður í senn. Þjóðverjar tóku að skjóta 88 mm fallbyssukúlum að okkur og okkur var engrar undankomu auðið. Allt í einu heyrði ég kúlu koma í átt til mín og ætlaði að varpa mér til jarðar. Kúlan skall í jörðinni fyrir framan mig, kastað- ist upp aftur og í frákastinu kom hún í mig. Hún tætti af mér handlegginn. Ég fann ekkert til. En ég var sannfærður um að ég myndi deyja. Ég man, að ég bað aðeins um tvennt: ,,Nei, guð, ekki núna, ekki hérna!” Ég öskraði þetta hvað eftir annað. Það er hægt að mæta dauðanum, þegar maður hefur notað lífið til einhvers. Nú hef ég alið upp börnin mín, og ég myndi aldrei biðja á þennan hátt núna. En þá fannst mér ég vera svo langt að heiman, frá fjölskyldu minni og móður minni, og ég hrópaði bara ,,nei, guð, ekki núna, ekki hérna!” þangað til liðsforingi kom að, þreif í heila handlegginn á mér og sagði: „Komdu, nú getum við forðað okkur!” Þessi reynsla í stríðinu, þar sem guð hafði verndað mig, hlaut að vera meira en bara tilviljun, Þegar ég lít til baka finnst mér að guð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.