Úrval - 01.10.1978, Blaðsíða 27
CHAPLIN
25
Chaþlin litaðist um í búningsher-
bergjunum:
Fatty Arbuckle hafði skilið eftir
gríðarstórar buxur, hangandi á stól-
baki. Chaplin, sem var fremur lágur
og mjög grannur, stakk sér í þær og
batt þær upp um sig með snæri. Rétt
þar hjá hékk allt of lítill jakki á snaga.
Chaplin fór í hann að ofan og setti á
sig kúluhatt, sem líka var alltof lítill.
Því næst kom faiskt yfirskegg, hag-
rætt þannig að það var hægt að iða
því á efri vörinni. Loks komu skórnir,
með tærnar sveigðar upp á við og svo
stórir, að engin leið var að hemja þá á
sér nema á krummafæti.
Joe Pollack.
Chaplin bœtir við í sjálfævisögu
sinni:
Eg hafði enga hugmynd um, hvers
konar persónu ég var að leita að. En
um leið og ég var kominn í þessa
múnderingu og hafði fengið andlits-
förðun fann ég, hvernig þessi maður
var. Ég fór að skýra þetta út fyrir
Sennett. ,,Þetta er fjölhæfur náungi
— hann er flækingur, séntilmaður,
skáld, dreymandi, einmana maður,
sem alltaf dreymir um rómantík og
ævintýri. Hann vill láta þig halda, að
hann sé vísindamaður, tónlistarmað-
ur, hertogi, póloleikari. Samt vílar
hann ekki fyrir sér að hirða sígarettu-
stubba upp af götu sinni eða hrifsa
brjóstsykur af barni. Og ef henta þyk-
ir á hann líka til að sparka í rassinn á
dömu — en bara ef hann er illa reið-
ur!” Mean ég lét móðan mása, fór
Sennett að hlæja, svo hann nötraði
allur. Hann sagði mér að fara upp á
svið og sjá hvað ég gæti fengið út úr
því.
Ég gekk inn í stúdíóið og hrasaði á
leiðinni um fót á konu. Ég sneri mér
við og lyfti hattinum afsakandi, hélt
svo áfram, datt um spýtubakka, sneri
mér við aftur og lyfti líka hattinum
fyrir honum. Myndatökumennirnir
fóru að hlæja bak við vélarnar. Ég
vissi, að ég hafði fundið rétta tóninn.
Chaplin flækingur, sem sýnd var
1915, er talin fyrsta klassíska kvik-
myndin hans. Hún er ennþá ein
merkasta myndin hans, fyrsta mynd-
in með þeim átakanlega undirtón,
sem ersvo mikilvœgur í flestum síðari
myndum hans. Þar að auki vogaði
hann sér að láta þessa ærslamynd
enda sorglega, en það var alveg fá-
heyrt á þeim tíma.
I gervi flækingsins bjargar Chaplin
stúlku frá rœningja. I launaskyni fœr
hann starf á búgarði föður hennar.
Glæpamennirnir snúa aftur til að
ræna óðalseigandanum. Charlie
stökkvir þeim á flótta, en fær skot í
fótinn. Meðan stúlkan gætir hans og
hjúkrar honum, er hann í sjöunda
himni, eða þar til hinn glæsilegi unn-
ustu hennar skýtur upp kollionum.
Þá gerist hann dapur, tekur litla
pinkilinn sinn og heldur áfram flæk-
ingnum. I lokaatriðunum sjáum við
hann snúa baki við myndavélinni og
dragast þunglamalega út eftir þjóð-