Úrval - 01.10.1978, Blaðsíða 122
120
ÚRVAL
hafi verið að prófa mig og hlíft
mér til að gegna etnhverju hlut-
verki í stærri áætlun.
Eg fór að trúa því mjög eindreg-
ið, að Karen Ann væri hluti af
þessari áætlun drottins. Og þegar
við tókum þá ákvörðun að leyfa
Karen að deyja í friði, var líklega
ekki nóg að við tækjum hana ein.
Kannski ætlaðist guð til að það
væri sameiginleg ákvörðun
fjöldans, lækna, lögmanna og
almennings. Og nú, þegar hæsti-
réttur kveður að lokum upp
úrskur* sinn, verður Karen
kannski loksins leyft að mæta ást-
ríkum höndum herrans.
Ég fann til mikils fagnaðar,
þegar ég hafði hugsað þetta. Ég
hugsaði: Bráðlega verður hún hjá
honum og sæl að eilífu.
Reiðilesturinn
31. mars, klukkan ttu að morgni,
var Paul Armstrong og góðvinir hans
og aðstoðarmanni James Crowley,
vísað inn í skrifstofú réttarritara í húsi
hæstaréttarins í Trenton. Þar var
margt manna og mikill hávaði, sem
Paul fannst hvort tveggja óbærilegt
þá stundina. Ritarinn hafði komið
inn með fangið fullt af vélrituðum
blöðum — afritum af 59 síðna niður-
stöðu hæstaréttarins. Paul sneri sér að
honum.
„Gætum við ekki fengið að vera í
svolítið meira næði?” spurði hann.
„Helst með síma, svo við getum
hringt til Quinlanhjónanna.” Hjónin
höfðu ásamt tveimur prestum, föður
Tom og föður Quinlan (sem þó var
alls óskyldur Joe og hans fólki.).
leiðaði skjóls fyrir fréttafólki í Nassau
Inní Princeton.
Ritarinn leiddi lögmennina í flýti
inn í einkaherbergi hæstaréttar-
dómaranna. Paul seig þreytulega
ofan í stól og fletti í snatri upp á 58.
síðunni af þessum 59- Hann las hana
hratt og fletti yfir á síðustu síðuna.
Síðan fór hann á síðu 57, og las
handritið afturábak. Undir lestrinum
gat hann ekki haldið aftur af sér,
heldur runnu tárin niður kinnar hans
og hann snökkti.
Hæstiréttur hafði ákveðið, að
Joseph Quinlan skyldi vera
forráðamaður dóttur sinnar, Karenar
Ann, og komist að þeirri niðurstöðu;
„réttur (Karenar) til einkalífs og
lífsmáta skuli ákveðinn fyrir hennar
hönd af honum” (Joe Quinlan).
Ákvörðun hans „skuli virt af
þjóðfélaginu, en yfirgnæfandi meiri-
hluti þegna þess myndi, að okkar
dómi, undir sambærilegum kring-
umstæðum vilja hafa þann rétt sér til
handa og þeirra, sem næst þeim
standa.”
Rétturinn úrskurðaði að engan
væri hægt að sækja til nokkurra saka,
þótt hætt væri að beita tækjum til
þess að halda lífinu í Karen Ann. Og
ef læknar spítalans neituðu að taka
tækin frá henni, sagði hæstiréttur, var
Joseph Quinlan, sem forráðamanni
dóttur sinnar, heimilt að finna aðra
lækna til þess.