Úrval - 01.10.1978, Blaðsíða 110
108
ÚRVAL
með þunnu laki, alveg upp á axlir.
Hún var órólegri en ég hafði
nokkurn tíma séð hana fyrr. Það
var eins og líkami hennar væri
fastur í skrúfstykki, en höfuðið í
hringiðu.
Þegar hjúkrunarkonurnar, að
fyrirskipan læknanna, mældu
viðbrögð hennar, létu þær ísvatns-
dropa leka inn í hlustina á henni.
Við það tók hún ógurlegt
viðbragð, svo rúmið hnykktist til.
A stundarfresti urðu hjúkrunar-
konurnar að gera það sem þær
kölluðu „líningartæmingu.” Þær
sögðu mér, að í öndunarvegi
hennar, rétt innan við slönguopið,
væri smáhlutur, líkur blöðru.
Öndunarvélin dældi súrefni í
þessa blöðru, svo það þrýstist ekki
rakleitt ofan í lungun, heldur
bærist þangað smátt og smátt. Á
klukkustundar fresti urðu þær að
tæma þessa blöðru og hreinsa úr
henni rakann, og þá sögðu þær
gjarnan: „Viltu ekki tala við
Karenu núna? Það er búið að
tæma.” Það var í einu skiptin,
sem hún gat komið upp einhverju
hljóði. I fyrstu vorum við alltaf að
vona, að hún segði eitthvað. En
nú komu engin hljóð, nema háar,
langar stunur, eins og hún væri
sárþjáð.
athyglin og fyrirsagnirnar. 15.
september tilkynnti Donald
Collester, saksóknarinn í Morris
County í New Jersey, að New Jersey-
ríki myndi blanda sér í málið og leita
eftir tilskipun þess eðlis „að engum
skyldi heimilt að leysa öndunar-
vélina” frá Karen Ann. Hann sagði,
að ríkið myndi ennfremur tilnefnda
henni forráðamann.
Seinna þann sama dag skipaði
Robert Murr, dómari, Daniel
Coburn, lögmann í Morristown,
forráðamann Karenar Ann Quinlan.
Hann átti að gæta hagsmuna hennar
við réttarhöldin. Þegar er Coburn
lögmann í
Seinna þann sama dag skipaði
Robert Muir, dómari, Daniel
Coburn, lögmann í Morristown,
forráðamann Karenar Ann Quinlan.
Hann átti að gæta hagsmuna hennar
við réttarhöldin. Þegar Coburn hafði
verið skipaður heimsótti hann sjúkra-
hús heilagrar Klöru, sá Karen og,
þótt hann hefði ætlað að borða úti
um kvöldið, hætti hann við það og
fór rakleiðis heim.
„Það fyrsta sem ég gerði,” sagði
hann við fréttamann New York
Times,” var að fara inn til dóttur
minnar og virða hana vandlega fyrir
mér.”
9. september höfðaði Paul
Armstrong mál fyrir hönd Josephs Sérfrœðingarnir
Quinlans, stutt með skýrslum Morse 20. október vaknaði Julia við slag-
og Javeds. I kjölfar þess kom heims- veður, svo að hrikti í gluggunum.