Úrval - 01.10.1978, Blaðsíða 82
80
ÚRVAL
mikla tilbreytingu, líklega gætum við
orðið leið á eilífðarlogni. Andstæð-
urnar gefa fjölbreytni, sem líka vekur
eftirtekt og jafnvel hrifningu.
Oft kemur mér í hug, áleitin
spurning: Af hverju ber fjörðurinn
þetta heiti? Mér dettur helst í hug
hvalaganga f fjörðinn. Þegar ég var að
alast upp á norðurbakka fjarðarins,
en ég átti heima á Katanesi í 15 ár,
var það algeng sjón að sjá hvali fara í
hálarófu inn fjörðinn, með tilheyr-
andi blæstri og bægslagangi. Þeir
héldu áfram í ákveðna stefnu, á
góðum skrið. Þarna mun hrefna hafa
verið á ferð.
Það mátti segja að þetta væru kær-
komnir gestir hjá sveitafólkinu, sér-
staklega um sláttinn. Því var sem
"sagt trúað að koma þeirra vissi á há-
átt, en norðan og norðaustan áttin er
þurrust, því hagstæðust fyrir heyskap-
inn. Þessi spá fór nokkuð eftir, hún
brást tæpast. Tæplega trúi ég að hval-
urinn hafí verið í átuleit, þetta hafi
frekar verið eitthvert lystiferðalag eða
kurteisisheimsókn, því þeir stóðu
stutt við. Minni hvalategundir hafa
að sjálfsögðu oft verið þarna á ferð,
hnísa og fleiri slíkir fiskar.
Að vísu er áreiðanlega oft mikið
æti í Hvalfirði, það má marka af fugl-
inum sem oft er í stórum flokkum yfír
sjónum. Einnig hefur síli rekið í torf-
um á fjömr, bæði sandsíli og loðna.
Fleira matarkyns er þar að sjálfsögðu
á sjávarbotni, því gróður er víða mik-
ill. Söl þýkir mörgum góður réttur,
þau eru víða til í Hvalfirði. Þegar féll
út um stórstraumsfjöru kom mikill
gróður undan sjó, sem bæði fé og
hross kunnu að notfæra sér. Hrokk-
elsi ganga í fjörðinn og fínnast oft
rekin á fjörur, eða dregin á land af
fugli úr sjávarlónum. Veiði hefur ver-
ið stunduð með góðum árangri, þó
hefði mátt stunda þar vciði í stærri
stíl.
Mikill skelfiskur og kuðungur er í
Hvalfirði, öðuskel, kúfskel, hörpu-
diskur, kræklingur of fleira. Víða em
fjörukambar hálf hvítir af skel og
skeljasandur er víða í fjöm. Kræki-
ingur var mikið sóttur fyrr á árum í
Hvalfjörð til beitu, frá Akranesi og
útvegsstöðum sunnan fjarða allt
suður á suðurnes. Mest mun hafa ver-
ið tekið af beitu á Brekku, Bjarteyjar-
sandi og Miðsandi, hér norðan fjarð-
ar. Þetta voru oft svaðilferðir og ekki
alltaf komist klakklaust úr slíkum
ferðum. Slysin urðu mörg, um það
má víða lesa. Farmurinn hefur verið
þungur og slæmur og mikið hlaðið.
Það hafa margir sótt til fanga í
Hvalfjörð, til dæmis smábátaeigend-
ur úr Reykjavík. Bezt man ég Guð-
mund Helgastaða, en undir því nafni
þekkja hann margir. Hann var faðir
Kristmanns skálds. Einhverntíma var
verið að hæla sögum sonarins við
gamla manninn, þá hafði hann átt að
segja: „Þetta em allt lygasögur, sem
ég sagði honum”, en Guðmundur
vissi sem var, hann var orðlagður
sögumaður. Hann kom oft að Kata-
nesi og gisti stundum, beið af sér
storm. Fyrst man ég hann koma einan