Úrval - 01.10.1978, Page 58

Úrval - 01.10.1978, Page 58
56 ÚRVAL verkun „voodoo” dauða. Síðla i síð- asta áratug tóku læknar að gefa skýrsl- ur um hjartasjúklinga, sem létust snögglega eftir miklar geðshræringar. Ahugi minn á þessu fyrirbrigði jókst mjög við skyndilegt og óvænt fráfall eineggja tvíburabróður míns af hjartaslagi árið 1963. Einum degi skemur en ellefu mánuðum síðar — síðasta syrgingadaginn, samkvæmt gyðingatrú — fékk ég líka hjartaáfall. Þetta gerðist er ég fann átakanlega fyrir því, að brátt yrði ár liðið frá því að tvíburabróðir minn dó. Skömmu síðar tók ég að safna blaðaúrklippum um óvænt dauðsföll. Með hjálp starfsbræðra minna um víða veröld og réttarlækna söfnuðust mér skýrslur um 275 tilfelli, þar sem menn urðu bráðkvaddir fáum mín- útum upp í klukkutímum eftir átaka- mikinn atburð. I flestum tilvikum voru fórnarlömbin ekki talin lasin, er þetta gerðist, eða, ef þau voru ekki talin heii, voru þau að minnsta kosti ekki talin í neinum lífsháska. Þegar við skilgreindum kringum- stæðurnar við þessi dauðsföll, komu fjórir flokkar í ljós. Algengast ,(í 135 dauðsföllum) var að undan þeim hefðu farið erfið slit á samveru við nána vini, eða að þau hefði borið að höndum við ártíð ástvinar. I 57 af þessum tilfellum urðu viðkomandi bráðkvaddir eftir fráfall — oftast skyndilegt — náins ástvinar. Fréttir hermdu, að sumir þeirra er þannig urðu bráðkvaddir, hefðu hrópað upp yfir sig, að þeir gætu ekki lifað án þess, sem iátist hafði. Margir vom önnum kafnir við viðkvæm verkefni, eins og að reyna að bjarga ástvinum sínum eða ná í hjáip, þegar þeir sjálfir urðu bráðkvaddir. Tvö dæmi: 38 ára faðir varð bráð- kvaddur er honum mistókst að lífga við tveggja ára dóttur sína, sem hafði fallið í vatnsgryfju. 49 ára maður lést snögglega tveim stundum eftir þær fréttir, að 22 ára dóttir hans hefði far- ist og tvö börn hennar slasast lífs- hættulegal umferðarslysi. Fimmtíu af fyrrnefndum 135 til- fellum létust innan viku frá láti ást- vinar, venjulega maka. í einu tiivik- inu var um að ræða þrjú dauðsföll á fjórum dögum: 83 ára maður var fluttur á spítafa með hjartaslag. Meðan hann lá þar, varð kona hans bráðkvödd. 61 árs sonur mannsins (stjúpsonur konunnar) kom frá Flór- ída til New York til að heimsækja föður sinn á spítalann og vera við út- för stjúpmóður sinnar. Hann varð bráðkvaddur á heimili föður síns. Þegar gamli maðurinn frétti sonar- missinn ofan á konumissinn, lést hann líka. Næst algengustu kringumstæðurn- ar (103 tilfelli) vom þær, er viðkom- andi var í miklum háska, svo sem í einhvers konar átökum. Til dæmis lést gamall maður er hann lokaðist af siysni inni á almenningsklósetti. Það varð honum ofviða að brjótast út úr því. I öðru dæmi lentu tveir góðir vinir í heiftarlegu rifrildi. Engin lík- amleg átök urðu, en annar mannanna
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.