Milli mála - 2023, Page 89

Milli mála - 2023, Page 89
MILLI MÁLA Milli mála 15/2/2023 89 byggjakyni en slíkir heimavistarskólar voru liður í þjóðarmorði. Börn voru aðskilin frá foreldrum sínum með valdi frá fimm eða sex ára aldri og vistuð á skólastofnunum þar sem þau urðu fyrir alvarlegu ofbeldi og vanrækslu. Vitað er fyrir víst að yfir fjögur þúsund börn létust í skólunum en það er bara á síðustu þremur árum sem skipu- lögð leit hófst að leiðum þeirra sem voru grafin í skólagrafreitum í ómerktum gröfum.18 Börnunum var refsað fyrir að nota móðurmál sitt og máttu ekki rækta tengslin við fjölskyldur sínar eða eigin menningu.19 Afkoma Thorsteinson-fjölskyldunnar batnaði í Red Deer Point þar sem hægt var að hafa tekjur af fiskveiðum en ekki var um að ræða eiginlegt landnám því svæðið hafði ekki verið skilgreint af kanadískum yfirvöldum sem eignarland til landtöku. Landbúnaður var í forgrunni í nýlendustefnu Kanada og sér í lagi akuryrkja.20 Ekki er þó hægt að sjá af frásögnum Petrínu og annarra að kanadísk yfir- völd hafi skipt sér af óformlegu byggðinni sem leystist upp af sjálfu sér á örfáum árum með því að flestar fjölskyldurnar fluttu annað- hvort inn í Winnipegosis-þorpið, sem var sunnan við Red Deer Point, eða til Saskatchewan.21 Grátbroslegt er að lesa í bréfum Petrínu að einn hvati til þess að flytja þaðan var skólaleysi – en af sjálfsögðu fengu innflytjendabörnin ekki aðgang að risastóra heimavistarskól- anum sem stóð skammt frá, enda reynt af fremsta megni að koma í veg fyrir blöndun innflytjenda og frumbyggja.22 Synir Petrínu þurftu þannig að leita menntunar suður í Winnipeg. 18 National Centre for Truth and Reconciliation. Sjá einnig Hamilton, „Where are the Children buried?“ 19 Young, „Anishinabemowin: A Way of Seeing the World: Reclaiming My Identity“. Mary Young gekk í umrædda skólann (sem hét Pine Creek Residential School) á 7. áratug 20. aldar en honum var lokað 1969. Jafnvel þá var þessi stefna viðhöfð í skólanum. 20 Frumbyggjaþjóðir stunduðu lengi og víða landbúnað meðfram veiði en notuðu sjálfbærari aðferðir sem kanadíska ríkisstjórnin var treg til þess að viðurkenna, sbr. Russell, How Agriculture Made Canada: Farming in the Nineteenth Century, 209–228. Innflytjendur frá Íslandi máttu færa sig um set, kæmi í ljós að þeir hefðu fengið úthlutað landskika á misheppnuðum stað, en eftir 1885 var ferðafrelsi frumbyggja innan Kanada einnig afar takmarkað. Eins og Russell fjallar um er enn útbreidd söguskoðun í Kanada að frumbyggjaþjóðir hafi ekki sýnt landbúnaði áhuga þrátt fyrir einlægar tilraunir ríkisstjórnarinnar en raunin er sú að ríkisstjórnin gróf markvisst undan getu frumbyggja til þess að taka þátt í akuryrkju, m.a. með því að koma kerfisbundið í veg fyrir vél- væðingu. Sjá einnig Carter, Lost Harvests: Prairie Indian Reserve Farmers and Government Policy. 21 Finnbogi Hjálmarsson, „Safn til landnámssögu Íslendinga í Vesturheimi: landnámssöguþættir frá Íslendingum í Winnipegosis“. Um Thorsteinson-fjölskylduna sjá bls. 116. 22 Sjá einnig um nýlendustefnu kanadískra yfirvalda: Eyford, White Settler Reserve: New Iceland and the Colonization of the Canadian West. KATELIN MARIT PARSONS
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233

x

Milli mála

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Milli mála
https://timarit.is/publication/1074

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.