Mímir - 01.06.2005, Síða 23

Mímir - 01.06.2005, Síða 23
Megas hefur tekið margar hetjur íslandssögunnar fyrir og ort um þær. Hann staðsetur þær í textum sínum ýmist sem sjónbeinendur eða sjónarmið. Þær fá misgóða útreið og gegna misstóru hlut- verki. Megas er óhræddur við að setja þær í nýtt samhengi. Þær eru óttalega mannlegar og breyskar, sumar eru drykkfelldar, aðrar hégómlegar, allar hafa þær sína galla. Með því að benda á hvað fyrirmyndirnar eru mannlegar dregur hann úr heilagleika þeirra. Textana um sögulegar persónur má alla skoða sem satírur, skopast er að hetjunum, án þess þó að skopið sé markmið í sjálfu sér, oft felst í því einhver fordæming (sbr. Brynjólf biskup í textanum um Ragnheiði dóttur hans) en aðalatriðið er þó að sýna nýja hlið á mönnunum, þá hlið sem skotið er undan og fær hvergi rúm í sögubókunum. Enginn afburðamanna þjóðarinnar er lofaður í textunum. Megas sparkar undan þeim stallinum og dregur þá glottandi niður í drullusvað sveitalífsins, sem fær ekki rómantískan blæ úr fjarlægð Megasar heldur nöturlegan og gróteskan. Kuldinn, fátæktin, hungrið, lúsin og skóleysið er allt dregið fram í sviðsljósið. í kvæðaheimi Megasar virðist íslenskur almúgi ekki hafa verið annað en villtur þrælalýður upp til hópa. Með því að slengja þessu saman við nútímann gefur hann lágkúrunni þó nýja vídd, því í nútímanum er vosbúðin og subbuskapurinn enn til staðar. Óþrifalýður borgarinnar sýnir það svo ekki verður um villst, eins og má til dæmis sjá í „heimspekilegum vangaveltum um þjóðfélagsstöðu". Því hljótum við að velta fyrir okkur hvort nútímaþægindi og allsnægtir hafi fært okkur eitthvað fram á veginn eða hvort aðbúnaður okkar og umbúðir skipti nokkru máli, hvort maðurinn sé alltaf samur og jafn? Þetta er megininntakið í fánýtishyggjunni sem textarnir virðast boða. í kvæðaheimi Megasar skiptir fátt máli, helst núið og að hafa eitthvað drykkjarhæft í höndunum. Vegna þess hve allt er fánýtt og fátt fánýtara en annað, reynist sjónbeinendum hans auðvelt að velja sér umtalsefni. Þannig getur Megas blygðunarlaust velt sér upp úr tabúum samfélagsins og kyrjað um þau. f „Gömlu gasstöðinni við Hlemm“ er imprað á mannáti, sjálft þjóðskáldið er brennivínsdautt úti í hrauni í kvæðinu „um skáldið Jónas“ og ástandsstelpan „Mætta“ verður hetja í óðnum til hennar. Lofgjörð Megasar til þeirra sem eru utangarðs verður því eðlileg I samhengi við kvæðaheim hans. Hann segir sig úr lögum við menningarhefðina og félagslegar stofnanir og þess vegna getur hann látið eins og það sem brýtur í bága við hefðbundnar stofnanir sé eðlilegt. Sögupersónur kvæðanna eru innan sinna félagslegu stofnana (sem sumir myndu kalla andfélagslegar), og lúta þeim normum sem þeirra hópur skilgreinir. 3. Afhjúpun mýtunnar Fyrr hefur verið sýnt fram á náin tengsl textagerðar Megasar við hefðina og hvernig hann notar sér hana við skrif sín. Vegna skopstælinga hans og meintra árása á hefðina hefur hann verið kallaður niðurrifsmaður hennar (sbr. t.d. Árni Óskarsson, 1998). Ég vil ekki taka undir það, öðru nær, hann auðgar hana og útvíkkar. Öllu heldur mætti kalla hann niðurrifsmann hugmynda og viðhorfa því hann veitir nýja sýn, ekki á hina hliðina á peningnum heldur bendir hann á að það eru margar hliðar á teningnum. Með sínu gráa gamni sýnir hann að hlutirnir eru ekki alltaf svartir eða hvítir, heldur geta þeir birst í öllum regnbogans litum. Ein skýringin á því að menn hafa talið Megas niðurrifsmann hefðar kann að vera hvað hann gengur nærri undirstöðuhugmyndum sem menn halda að séu ævagamlar. Hér kann því að vera gott að huga að þjóðmenningu og sjálfsmynd þjóða. Fólk sömu þjóðar lítur gjarnan á sig sem samstæðan hóp. Sameiginleg þjóðmenning þeirra myndar ímyndað samfélag, hvort sem fólkið býr á svipuðum slóðum eða út um allar jarðir. Það eru einna helst þrír þættir sem valda því að svona ímynduð samfélög verða til: sameiginlegar minningar, þráin til að lifa með öðrum og varðveisla þjóðararfsins og hefðarinnar (Stuart Hall, 1996). Þjóðmenning er samræða, hún hefur áhrif á gerðir okkar og skilning á okkur sjálfum. Hún samanstendur af sögu þjóðarinnar, bókmenntum, listum og dægurmenningu. Frásagnir af atburðum og mönnum, myndir af landslagi og sögulegum atburðum og hefðir sem tákna sameiginlega fortíð, sorgir og sigra gefa hinu ímyndaða samfélagi gildi. Sem þátttakendur í ímynduðu samfélagi sjáum við okkur sem hluta af stærri heild. Það gerir lítilmótlega tilveru okkar mikilvæga og gefur henni gildi. Mismunur á þjóðum liggur svo í því hvernig við ímyndum okkur þær á mismunandi hátt, í mismunandi sögum og myndum. Hefð er huglægt fyrirbæri. Yfirleitt er hún talin rótgróin, eitthvað sem hefur ekki breyst í aldir og er þess vegna heilög kýr sem ekki má hrófla við (Stuart Hall, 1996). Bókmenntahefð samanstendur t.d. af aðferðum til að búa til bókmenntir eða til að tjá eitthvað í riti, bundnu máli eða óbundnu. Hún vísar alltaf til fortíðarinnar og fortíð hefðarinnar stendur á bak við verkið. En engar hefðir eru eilífar, einhvern tíma urðu þær til og einhvern tíma munu þær líða undir lok. Þær eru til að innræta mönnum ákveðin gildi og hegðunarviðmið. Það gera þær með endurtekningu sem gefur í skyn að hlutirnir hafi alltaf verið og muni alltaf verða eins. Hefðir eru oft í nánum tengslum við goðsagnir og minna á þær eða vísa til þeirra. f hefðinni er litið aftur til tíma sem nútíminn hefur ákveðið að hafi á einhvern 21
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.