Mímir - 01.06.2005, Blaðsíða 27
og hlutu að launum gjaldeyri til að kaupa þjóðina
út úr hokri og vesöld næstu 1000 ára á undan.
Hórdómur þjóðarinnar er tvenns konar, eiginlegt
vændi tíðkaðist í miklu mæli hjá ástandsstúlkunum
og svo má segja að undirlægjuháttur þjóðarinnar
gagnvart hersetuliðunum sé einhvers konar hór, en
að stríðinu loknu fékk þjóðin þrælslundina greidda í
svokallaðri Marshallaðstoð.14
Það má hafa til marks um hvað Megas er ávallt
tilbúinn til að fara gegn straumnum að hann
lætur sér ekki nægja að yrkja um og í orðastað
ástandskvenna. Hann tekur líka fyrir mest áberandi
kventegund næstu kynslóðar, rauðsokkuna. Konan,
sem lifði á líkama sínum í stríðinu og í kjölfar þess,
hefur snúið við blaðinu. Fyrsta kynslóðin á mölinni,
sú sem mammaboba starfrækti verður í endurgerð
sinni örfáum áratugum síðar að rauðsokkum og fer
að berjast fyrir réttindum kvenna. Þær hvetja aðrar
konur til þess að fara út á vinnumarkaðinn, klæða
sig í buxur og taka þátt í karlaveröldinni, þetta er
líka þeirra veröld. í kjölfarið verða börnin meira
og minna sjálfala, uppeldi þeirra gleymist og þau
ráfa ein um glapstigu borgarinnar. Það er ekki nóg
með að gildi andstæðra heima mætist heldur tekur
borgin stakkaskiptum í kvæðum Megasar, það
verður þjóðfélagsþróun.
í laginu „Álafossúlpan" er mælandi textans að
reyna að komast yfir kvenmenn og gengur það
frekar snautlega. Markmið mælanda og erindi
hans við stúlkurnar virðist aðeins vera eitt, sem
glögglega má ráða af fyrsta erindinu:
Ég hitti eina píu á Halló
ég hélt ég fengi þar ballfró
og ég höslaði henni inní bakarí
en þegar ég hugðist svo fara að taka í
þá öskraði hún: hættu þessu káfi eða ég klíp
Vilji Ijóðmælanda er nokkuð skýr. Hann leitar eftir
ballfró og beitirtil þess ýmsum leiðum. í hverju
erindi er sagt frá nýrri tilraun en alltaf mistakast
tilraunirnar og hver kvenmaðurinn á eftir öðrum
hótar að klípa strákgreyið. Allar þessar stúlkur eiga
ýmislegt sameiginlegt, eins og segir í viðlaginu sem
er sungið á eftir hverju erindi:
og hún var í Álafossúlpu
algjört kríp
því þetta var legremburotta
með rykfallinn snip
14 Marshallaðstoðin var efnahagsaðstoð Bandaríkjamanna
til handa 16 ríkjum í V-Evrópu á árunum 1948-53 til að
byggja upp efnahag ríkjanna eftir síðari heimsstyrjöld. Ríkin
skyldu hafa samvinnu við Bandaríkin um uppbygginguna.
íslendingar hlutu tæpar 40 milljónir dollara, hlutfallslega
mest af ríkjunum 16 ef miðað er við höfðatölu. (Sigurður
Snævarr, 1997).
Ástandsmellan er komin í Álafossúlpu, íslenska
framleiðslu sem var mikil tískuflík á þeim árum
sem kvenréttindabaráttu fór að vaxa ásmegin.
Rétt eins og áður þykist hún eiga sig sjálf, en
þrátt fyrir að enginn starfræki hana með beinum
fjárframlögum fylgir hún ákveðnum staðli.
„Alþýðlegan" klæðaburð sinn og háleitar hugmyndir
um sjálfstæði konunnar á hún sameiginlegar með
fjölmörgum öðrum af sinni kynslóð. Hún verður því
algjör andstæða fyrirrennara síns, hefur enga þörf
fyrir hitt kynið og bolar frá sér öllum karlmönnum
sem koma nálægt henni. Megas býr hér til nýtt
orð, legremburotta sem er augljóslega kvenkyns
útgáfa af karlrembusvíni. Hún er kvenréttindakona
sem vill ekkert með karlmenn hafa. í stað rykfallins
höfuðs feðraveldisins, í rykfrakkanum og með
stresstöskuna eru komnir kvenmenn sem fara með
öfgarnar í hina áttina. Enda rykfalla þær líka, á sinn
hátt.
5. Loftmynd (Sveitin og borgin)
Þrátt fyrir að „fyrsti íslendingurinn" og „fyrsti
Reykvíkingurinn" hafi verið einn og sami maðurinn,
Ingólfur Arnarson, fór ekki að myndast vísir að
borg hér fyrr en löngu eftir hans dag. Það var
Skúli fógeti sem fyrstur manna reyndi að byggja
upp einhverjar forsendur fyrir borgarbyggð á
íslandi. Megas rifjar þetta upp í tveimur textum
á Loftmynd. Texti nefndur eftir fógetanum segir
frá því þegar Skúli „skaut skelk í bringu danskra
kaupahéðna", hófst handa við að skapa forsendur
fyrir því að draga þjóðina út úr moldarbyrgjunum
og inn í mannabústaði þar sem hugsanlega væri
hægt að nærast á einhverju öðru en „mold og muru
freðinni". Uppátæki sitt kallaði hann Innréttingarnar
og Ijóðmælandi getur sér þess til að Skúli hafi verið
eitthvað í glasi „þegar hann glettur þessar vann“.
Upp úr krafsinu hafði hann þó viðurnefnið faðir
Reykjavíkur, þó reyndar sé óvíst hver móðirin er. í
seinni textanum á Loftmynd þar sem þetta mál er
reifað veltir Ijóðmælandi aftur á móti fyrir sér hver
ábati íslands hafi svo verið af öllu stússinu, annar
en „kláði í féð og fransós í lýðinn“. Borgarsollinum
fylgdi ósóminn og feður til sveita eru varaðir við
að senda saklausu litlu meybörnin sín á mölina.
Svo virðist sem sakleysið í sveitasælunni geti
hugsanlega verið að taka enda með uppgangi
borgarbyggðar á íslandi. En var sveitin einhvern
tíma friðsæl og saklaus? Hefur í mannabyggð
nokkurn tíma ríkt fegurðin ein?
í textanum um Orfeus og Evridísi er undirtónninn
lífsleiði sem dauðinn einn getur bundið enda á.
Svið kvæðisins er dalur. Þar ríkir kyrrð og friður, lífið
gengur á yfirborðinu sinn vanagang, „sólin kemur
upp í austri en í vestri sest hún niður“. í dalnum er
ekkert nema brekkan, húsið sem stendur við hana,
25