Mímir - 01.06.2005, Qupperneq 30

Mímir - 01.06.2005, Qupperneq 30
í það í textanum. Sú fyrri í upphafi kvæðisins þegar minnst er á Kain: & á leiðinni upp á loftið, var mér litið í spegilinn Ég fann augu Kains hvíla á mér köld og döpur og myrk ég kallaði ástin, komdu, veitum hvort öðru frið og styrk og sú síðari að loknum verknaðinum í lok kvæðisins þegar hann spyr sig hvort hann eigi ekki að gæta systur sinnar: Ég horfði á hjartað mitt deyja og ég hugsaði svo með mér Á ég ekki að gæta minnar eigin systur er ekki það sem mér ber? Ljóðmælandi virðist telja sig vera að gæta systur sinnar með því að drepa hana. Þannig ver hann hana gegn illri náttúru heimsins. Morðið er henni því fyrir bestu. Einnig mætti skilja vísunina í bróðurmorðið á annan hátt. Það má hugsa sér að morðið sé sprottið af öfund rétt eins og morðið á Abel. Megas sagði um Ijóðið að „maður er kannski tveir menn, annar elskhugi og hinn ekki og kannski drepur sá helmingurinn sem er ekki elskhugi hinn helminginn bara af öfund. Að textinn sé jafnvel önnur saga sem er í senn þríhyrningskynjuð og sett út bara með tveimur persónum." (Jónas Jónasson, 2000). Morðið verður þannig um leið sjálfsmorð, þegar morðinginn drepur ástina, drepur hann betri helminginn af sjálfum sér. Kvæðið birtir okkur miklar andstæður; illsku heimsins gagnvart ástinni, Ijós og myrkur. Þegar sögumanni „Ástarsögu“ verður litið á spegilmynd sína í upphafi kvæðisins, verður illska heimsins honum Ijós. Illskan er í honum, myrkrið er á þessum stað, hjá honum. Hann vill fara burt, reyna að flýja þessa illsku eins langt og hann mögulega kemst. Hann fær ástina sína með sér í göngutúr, til að „leita að leiðinni sem liggur á heimsenda, því heimsins ásýnd hún er II, og heimsins náttúra." Parið leiðist upp Hringbraut og birtan lýsir upp liljuhvíta hönd ástarinnar. íbúar borgarinnar eru búnir sínu besta skarti og sólin glampar á himninum. Fullkomni sumardagurinn verðurtákn sakleysis og lífsgleði. Birtan og gleðin í borginni eru táknræn fyrir ást parsins en um leið andstæða við illskuna og myrkrið sem við höfum þegar fengið veður af. Við vitum af togstreitunni undir yfirborðinu, myrkrinu í húsi sögumanns, augnaráði hans og spegilmynd. Þannig verður morðið viðbúið og ekki er hægt að finna endalokunum betri stað en Rauðhóla. Rauði liturinn verður hvort tveggja tákn ástarinnar og dauðans. Líf stúlkunnar fjarar út fyrir sjónum morðingjans, blóðið rennur í eitt með hólunum, samlitt þeim, og hvort tveggja eignast hlutdeild í hinu. Heimsendirinn sem þau leituðu verður endanlegur vettvangur ástarinnar, hún getur ekki fundið sérstað í illri náttúru heimsins. Nauðsyn þess að drepa yndið sitt til að varðveita ástina verður sjálfsögð, þótt viðfang ástarinnar deyi, deyr ástin ekki, heldur verður eilíf í dauðanum, við endimörk heimsins. Þungamiðja textans er Reykjavik, smáheimur sem allt hverfist um og hversdagslegt umhverfi borgarinnar varðar leiðina á áfangastað, heimsenda. Rauðhólar verða þessi áfangastaður, þessi heimsendi, óbyggður mönnum, utan við borgina, utan við heim textans. Reykjavík er því ekki í textanum miðpunktur hins stóra heims raunverunnar, heldur ímynd raunverunnar sjálfrar. Borgarmörkin verða heimsendir og öll illska heimsins rúmast innan þeirra. Textinn „Engur vegur fær“ á Loftmynd er annað dæmi um fánýtishyggjuna sem er áberandi í mörgum textum Megasar. Ljóðmælandi nær ekki tökum á raunveruleikanum en miðpunkturtilveru hans er ónafngreind borg, sem hlýtur að vera Reykjavik, viðfangsefni plötunnar. Markleysið er algjört eins og sést af eftirfarandi erindum: Til borgarinnar liggja ótal leiðir og loks verður fyrir mannlaust torg en allt sem auga kemurðu á er hverfult hún er kannski ekki til þessi borg Því það sem þú leitar eftir færist undan eftir því sem þú kemur nær loks er það horfið nema hvað útúr þessari borg er svo enginn vegur fær Ekki er til neins að eltast við neitt, það er allt á ótrúlegu spani og hinkrar hvorki né hægir á sér, heldur fer í einni svipan hjá. Mælandinn stendur einn í borginni þar sem allt er á hverfanda hveli og ekkert er utan hennar. Heimur sjónbeinandans og sjónmið er borgin, ekkert annað er til. Hún er draugaborg á stöðugri fleygiferð sem gleypir í sig allt sem á vegi hennar verður, eins og draugalest þar sem allir komast um borð en enginn frá borði. Án lífsmarks nema hvað eimþípan hvjn í sífellu. „Út úr þessari endalausu borg er enginn vegur fær.“ Borgarbúar Megasar eru á öllum aldri. Hann fjallar um börn, unglinga, gamalmenni og fólk á óræðum aldri. Allt mannlífið finnur sér stað í textum hans. Líf barnanna í kvæðaheimi hans á fátt annað sameiginlegt en að vera í hróplegri andstöðu við væntingar umboðsmanns barna um 28
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.