Mímir - 01.06.2005, Síða 40

Mímir - 01.06.2005, Síða 40
þar almennt notað um sigluna og allan búnaðinn sem henni fylgdi, þ.e. stögin og jafnvel einnig rána og seglin (CV, Fritzner 1954, Ásgeir Blöndal Magnússon 1989). Sömu merkingu orðsins má lesa út úr dæmum ritmálssafns Orðabókarinnar frá seinni öldum en þar eru seglin þó augljóslega ekki hluti reiðans. Á 19. öldinni táknaði reiðinn þannig mastrið, sprytinn og mastursstögin. Alþekkt er orðtakið að láta reka á reiðanum í merkingunni að láta skeika að sköpuðu. Reiðinn táknar þarna mastrið og allan fylgibúnað þess (seglböndin), þó ekki seglin sjálf nema þá saman vafin. Orðtakið merkir því að láta skip reka undan vindi án þess að hafa segl uppi (Halldór Halldórsson 1991). Einnig er sagt að skip hafi farist með rá og reiða sem merkir að skip hafi farist með öllu innanborðs. í þessu orðasambandi er greinilega ekki litið á rána sem hluta reiðans. Til er orðið rig bæði í ensku og dönsku og hefur það alveg sömu merkingu í þessum málum og orðið reiði \ íslensku. Ekki er þó augljóst af stafsetningunni að um skyld orð sé að ræða og af þeim heimildum sem skoðaðar voru er ekki hægt að segja nánar til um það. 3.1.2 Mastur Orðið mastur finnst ekki í fornritum (CV, Fritzner 1954). Þess í stað tala höfundar þeirra um siglu, siglutré eða bara tré. Dæmi eru um orðið mastur í heimildum frá 16. öld og það er orðið algengt í málinu á 18. öld og kemur fyrir í fjölda heimilda í ritmálssafni Orðabókarinnar. Af skrifum skútualdarmanna má ráða að orðið hafi jafnvel verið mun meira notað en orðin sigla og siglutré (Guðbrandur ísberg 1965, Jón Thorarensen 1945 og Þórður Ólafsson 1936). Orðið mastur ertil í sambærilegri mynd í flestum skyldum málum, svo sem dönsku {mast), ensku (mast) og þýsku (Mast). Ef horft er til þess hvenær orðið fór að verða algengt í íslensku, sbr. ofangreindar heimildir, þá má telja líklegt að það sé komið inn í málið úr dönsku. 3.1.3 Bóma Hvorki Cleasby (CV) né Fritzner (1954) geta orðsins bóma og hefur það líklega ekki þekkst í fornmáli. Til eru dæmi um það í ritmáli frá miðri 17. öld en það virðist ekki vera almennt notað í rituðum texta fyrr en á seinni hluta 20. aldar (sbr. ritmálssafn Orðabókarinnar). Fjórmenningamir sem þátt tóku í könnuninni nota allir orðið bóma um rána sem gengur aftur frá mastrinu og heldur úti stórseglinu (sjá mynd 2). Þeir skilja einnig orðið rá sem samheiti orðsins bóma en nota það sjaldan eða aldrei. Orðið sprytur, sem notað var um sambærilegan búnað á gömlu seglbátunum, skildi aðeins einn fjórmenninganna og enginn hinna minntist þess að hafa heyrt það. Hér ber að geta þess að spryturinn er nokkuð frábrugðinn bómunni, eins og sést á myndum 1 og 2, og kannski eðlilegt að orðið sprytur hafi ekki verið tekið upp aftur eftir að það hvarf úr málinu. Gamla ráin, sem m.a. var notuð á skipum víkinganna, er einnig frábrugðin bómunni að því leyti að miðja hennar lá við mastrið og seglið hékk neðan í henni. Það má því vel segja að bóman eigi sér ekki beina samsvörun í búnaði gömlu skipanna. Orðið bóma hefur talsvert víðtækari merkingu í nútímaíslensku en þá sem að framan var greint frá. Það er notað um hvers konar kranamöstur og staura sem notaðir eru til að hífa hluti. Bómur eru m.a. notaðar á fiski- og fragtskipum nú á dögum til að hifa varning til og frá borði. Orðið bóma á sér systurorð í dönsku (bom) og ensku (boom) og er komið inn í íslenskuna úr dönsku (Ásgeir Blöndal Magnússon 1989). 3.1.4 Stag Hvorugkynsnafnorðið stag er almennt notað nú á dögum um þá víra sem ganga frá masturstoppi (og mastursmiðju) niður í borðstokk miðskips og einnig niður í stefni og skut (sjá myndir 1 og 2). Stögin gefa mastrinu styrk og forða því frá að bogna og brotna við átak seglanna. Framstagið, sem gengur fram í stefnið, gegnir einnig því hlutverki að á það er fokkan þrædd. Orðið kemur fyrir í fornritum, sbr. „[...] en fyrir dragreip tvá aura silfrs ok svá fyrir stag“ í Norges gamle love (CV). Það hefur þó alltaf haft almennari merkingu og hefur svo enn í dag. Það er notað um hvers kyns bönd og víra til að festa niður og styrkja möstur, staura og tjöld. Til eru fjölmörg dæmi um notkun orðsins í ritmálsskrá Orðabókarinnar. Erlendur Björnsson sjómaður frá Seltjarnarnesi var hins vegar vanur annarri mynd orðsins sem er stagur (karlkyns), í fleirtölu stagir (Jón Thorarensen 1945). Sú merking er einnig vel þekkt úr öðrum rituðum heimildum og virðast myndirnar tvær hafa verið notaðar jöfnum höndum hér áður fyrr. Þó virðist hvorugkynsmyndin hafa verið algengari ef ráða má í fjölda dæma í ritmálssafni Orðabókarinnar. Nágrannatungurnar, enska og danska, eiga sambærileg orð. í ensku er notað orðið stay og í dönsku er orðið eins og í íslensku (stag) og það er hvorugkyns. Það má Ijóst vera af framansögðu að íslenska og danska orðið stag og enska orðið stay eigi sama uppruna. Til er annað fornt orð sem er notað á svipaðan hátt og orðið stag. Það er orðið vantur, sem einnig er til í dönsku (vant). Það virðist þó helst hafa 38
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.