Mímir - 01.06.2005, Side 54

Mímir - 01.06.2005, Side 54
„Það var hrint mér í leikf imi“ Athugun á nokkrum einkennum hinnar svokölluðu nýju þolmyndar í íslensku Höfundur Úlfhildur Jóna Þórarinsdóttir 1. Inngangur1 Undanfarna áratugi hefur ný setningagerð komið fram í máli ungs fólks. Þessi málbreyting hefur verið kölluð „nýja þolmyndin“. Ólíkt þágufallssýki hefur þessi nýjung fengið að vera „í friði“ að mestu leyti enda hefur hún af mörgum verið talin bundin við mál barna og unglinga. Þar sem barna- og unglingamál eldist yfirleitt af krökkum hefur ef til vill þótt óþarfi að amast við henni. Lítið hafði verið rætt um þessa málbreytingu (sjá þó Helga Skúla Kjartansson 1991) þartil Sigríður Sigurjónsdóttir dósent við Háskóla íslands og Joan Maling prófessor við Brandeis háskóla í Bandaríkjunum hófu athuganir sínar á henni árið 1996. Þær stóðu að umfangsmikilli rannsókn á þessari nýju setningagerð veturinn 1999 - 2000. Tilgangurinn var að kanna útbreiðslu hennar um landið og ýmis setningafræðileg einkenni en aðrir þættir voru einnig kannaðir, t.d. tengsl hennar við félagslega þætti, eins og kyn og menntun foreldra. Sigríður og Joan (1997, 2001 a) hafa haldið því fram að þessi nýja setningagerð sé í raun ekki þolmynd eins og áður hafði verið talið heldur ný ópersónuleg germynd og hafa stutt tilgátu sína með ýmsum einkennum þessarar nýju setningagerðar. Hér verður hún því ekki kölluð nýja þolmyndin heldur „nýja setningagerðin." Ýmsar spurningar hafa vaknað í tengslum við niðurstöður rannsóknar Sigríðar og Joan og í Ijós komu ýmis atriði sem þeim fannst að kanna mætti betur. Ég skoðaði nýju setningagerðina og kannaði sérstaklega nokkur atriði sem þeim Sigríði og 1. Þessi grein er byggð á ritgerð minni sem lögð varfram til B.A.-prófs í íslensku við Háskóla íslands vorið 2002. Ég vil þakka leiðbeinanda mínum, Sigríði Sigurjónsdóttur dósent, kærlega fyrir alla hjálpina og þolinmæðina og fyrir skemmtilegt og lærdómsríkt samstarf. Kærar þakkir fá Joan Maling prófessor og Jongsup Jun fyrir hjálpina. Einnig fá Eiríkur Rögnvaldsson prófessor og Jóhannes Gísli Jónsson aðjúnkt kærar þakkir fyrir aðstoð og góð ráð. Síðast en ekki síst fá kennarar, nemendur og aðrir sem tóku þátt I athugun minni kærar þakkir fyrir þátttökuna. Joan þótti vert að skoða nánar. Ég fór í tvo skóla í Reykjavík og lagði spurningalista fyrir einn 7. bekk og einn 9. bekk í hvorum skóla. Spurningalistinn var hannaður af Sigríði og Joan og spurningarnar valdar með það í huga að varpa Ijósi á þau atriði sem þær vildu að könnuð yrðu nánar. í þessari grein mun ég lýsa niðurstöðum athugunarinnar sem ég gerði og ræða þær í tengslum við niðurstöður rannsóknar Sigríðar og Joan. Ég mun einnig lýsa einkennum þessarar nýju setningagerðar og þolmyndar og segja lítillega frá tilgátu Sigríðar og Joan um setningafræðilega formgerð nýju setningagerðarinnar. Einnig verður greint frá þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið. 2. Þolmynd og nýja setningagerðin 2.1 Einkenni þolmyndar Þolmynd er mynduð með hjálparsögninni vera og lýsingarhætti þátíðar af aðalsögn. ( þolmynd færist þolandinn (andlagið í germynd) í frumlagssætið og gerandinn hverfur yfirleitt en stundum er hægt að bæta honum við í forsetningarlið aftast í setningunni, sjá dæmin í (1). (1) a. Höfundurinn þýddi bókina. Germynd b. Bókin var þýdd. Þolmynd c. Bókin var þýdd af Þolmynd með höfundinum. geranda í fs.lið Þolmyndarsetningar skiptast í nefnifallsþolmynd, aukafallsþolmynd og ópersónulega þolmynd. Það er kallað nefnifallsþolmynd þegar þolfallsandlag í germynd verður að nefnifallsfrumlagi í þolmynd. Hjálparsögnin og lýsingarháttur þátíðar sambeygjast þá frumlaginu, sjá (2a-c). Ef andlagið í germynd er hins vegar í þágufalli eða eignarfalli helst sama fall á frumlagi þolmyndar og er það nefnt aukafallsþolmynd. Hjálparsögnin og lýsingarháttur þátíðar sambeygjast þá ekki frumlaginu, heldur stendur hjálparsögnin alltaf í 3. pers.et. en lýsingarhátturinn í hk.et.nf., sjá (2d-i). 52
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.