Mímir - 01.06.2005, Side 56

Mímir - 01.06.2005, Side 56
Hjálparsögn og lýsingarháttur þátíðar sambeygjast því ekki andlaginu líkt og gerist í nefnifallsþolmynd. Hjálparsögnin er alltaf í 3.pers.et. og lýsingarhátturinn í hk.et.nf. líkt og í ópersónulegri þolmynd og aukafallsþolmynd. Þeir nafnliðir sem eru í þgf. eða ef. halda sama falli í nýju setningagerðinni líkt og í aukafallsþolmynd, sjá (6). fyrir sjónir og myndu fæstir telja þau tæk. Nýja setningagerðin virðist þó vera hluti af máltilfinningu margra barna og unglinga, eins og fyrri rannsóknir hafa sýnt. Þessi munur á máltilfinningu yngra og eldra fólks kom einnig greinilega fram í athugun minni og mun ég greina nánarfrá niðurstöðunum í 4. kafla. (6) a. Forstjórinn sagði honum (þgf.) upp. b. Honum (þgf.) var sagt upp. c. Það var sagt honum (þgf.) upp. Germynd Aukafalls- þolmynd Nýja setningagerðin Annað einkenni nýju setningagerðarinnar tengist því að þegar frumlag hefðbundinnar germyndar- eða þolmyndarsetningar er óákveðið er hægt að hafa það aftar í setningunni og setja gervifrumlagið það eða einhvern annan lið fremst (setninguna, sjá (7a-b). Ekki er hægt að hafa ákveðið frumlag aftar í setningu, sjá (7c-d), og er þessi regla kölluð hamla ákveðins nafnliðar. (7) a. Það voru seldir nokkrir bílar (óákv. frumlag) um helgina. b. Um helgina voru seldir nokkrir bílar (óákv. frumlag). c. *Það voru seldir bílarnir (ákv. frumlag) um helgina. d. *Um helgina voru seldir bílarnir (ákv. frumlag). 3. Fyrri rannsóknir Nokkrar rannsóknir hafa verið gerðar á nýju setningagerðinni í máli íslenskra ungmenna undanfarin ár. Flestar hafa verið unnar undir umsjón Sigríðar Sigurjónsdóttur dósents og Joan Maling prófessors. Fyrsta skrefið var tekið árið 1996 þegar þær stóðu fyrir frumrannsókn á þessari nýju setningagerð sem framkvæmd var af tveim nemendum sem skrifuðu svo B.A.- ritgerð hvor um sína rannsókn. Hvor um sig tók fyrir tvo 10. bekki, annan í Reykjavík og hinn á landsbyggðinni. Sigríður og Joan birtu grein um þessa frumrannsókn árið 1997. Veturinn 1999 - 2000 stóðu þær Sigríður og Joan svo fyrir mjög umfangsmikilli rannsókn. Athuguð voru ýmis setningafræðileg einkenni og tengsl við félagslega þætti. Niðurstöður þessarar rannsóknar hafa nú þegar birst í Skt'mu, Málfregnum og íslensku máli. Vorið 2002 gerði Stefanía Björnsdóttir litla könnun á notkun nýju setningagerðarinnar í 3., 5. og 7. bekk í einum skóla í Reykjavík. Hún skrifaði ritgerð um niðurstöðurnar I setningafræðinámskeiði hjá Jóhannesi Gísla Jónssyni aðjúnkt. Ef nýja setningagerðin er ný tegund af þolmynd þá brýtur hún hömlu ákveðins nafnliðar sem leyfir ekki að frumlag sé ákveðið. í þessu sambandi hefur verið bent á að hugsanlega sé hamla ákveðins nafnliðar ekki lengur virk regla í máli barna og unglinga (sjá Margréti Guðmundsdóttur 2000, bls. 171-173). Niðurstöður Sigríðar og Joan (2001a) benda hins vegar til þess að ungt fólk leyfi ekki brot á hömlu ákveðins nafnliðar í venjulegum setningum með frestuðu frumlagi (sjá 7c-d) og því virðist ekki vera hægt að segja að reglan um hömlu ákveðins nafnliðar sé óvirk.3 Ef þessi nýja setningagerð er hins vegar ný ópersónuleg germynd, eins og þær Sigríður og Joan telja, þá brýtur hún ekki hömlu ákveðins nafnliðar því þá er nafnliðurinn andlag en ekki frumlag, sjá (8). Hamla ákveðins nafnliðar verkar aðeins á frumlög en ekki andlög. (8) Það var selt bílana (ákv. andlag) um helgina. Dæmin um nýju setningagerðina hér að framan kunna að koma fullorðnum málhöfum undarlega 3 Sjá nánar Sigríði Sigurjónsdóttur og Joan Maling (2001 a, bls. 159). 3.1 Frumrannsókn í frumrannsókninni var spurningalisti sem þær Sigríður og Joan hönnuðu lagður fyrir nemendur og áttu þeir að dæma setningarnar og merkja við einn möguleika af þremur: 1: ef þeir gátu sjálfir notað setninguna, 2: ef þeir höfðu heyrt setninguna hjá öðrum en notuðu hana ekki sjálfir, 3: ef þeir töldu að svona talaði enginn. Guðbjörg M. Björnsdóttir (1997) lagði spurningalista fyrir tvo 10. bekki, annan á Hvolsvelli en hinn í Hvassaleitisskóla I Reykjavík, en Aðalheiður Þ. Haraldsdóttir (1997) lagði spurningalista fyrir einn 10. bekk á Höfn í Hornafirði og annan í Austurbæjarskóla í Reykjavík. Árið 1997 birtu þær Sigríður og Joan grein um þessa frumrannsókn í Proceedings of the 21s' Annual Boston Unlversity Conference on Language Development. Þótt þessi frumrannsókn næði ekki til mikils fjölda nemenda gaf hún góða hugmynd um stöðu nýju setningagerðarinnar í máli unglinga. Nokkrir fullorðnir fengu einnig að spreyta sig á spurningalistum í báðum könnunum og svör þeirra voru notuð til viðmiðunar. Einnig voru könnuð 54
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.