Mímir - 01.06.2005, Page 67

Mímir - 01.06.2005, Page 67
lögð áhersla á siðaboðskap eins og var áberandi í barnaefni undir lok 19. aldar heldur fremur gamansemi og lífsgleði.3 Bernskuminningar fullorðinna komu fram um svipað leyti og nýju ævintýrin. Megineinkenni þeirra voru að þær voru yfirleitt í smásöguformi, oft gamansamar líkt og langir brandarar og hverfðust um eina aðalpersónu. Þær gerast á ákveðnum stað og tíma og lýsa hversdagslífi barna, eru oft skemmtilega skrifaðar, spennandi og fyndnar en lýsa jafnframt Ijúfsárri þrá eftir horfnum tíma og áhyggjuleysi æskuáranna. Einn af þeim höfundum sem skrifað hafa bernskuminningar sínar er Jón Trausti sem skrifaði Jólasögu úr sveitinni í tímaritið Fanney árið 1905. í sögunni er því stílbragði beitt að láta börn segja frá því sem þau sjá og heyra án þess að skýra hvað fram fer, sjónarhornið er barnsins sem skilur hlutina á sinn hátt. Prakkarasögur á borð við bækurnar um Gvend Jóns sem fjallað verður nánar um síðar telur Silja Aðalsteinsdóttir vera ákveðna tegund af bernskuminningum.4 Yfirleitt er um strákasögur að ræða og þær einkennast gjarnan af hraða og spennu. Þó að höfundar hirði sjaldan um að sýna lífshætti og tíðaranda með beinum hætti kemur það oft fram í samtölum og lýsingum á mönnum og málefnum. Sögurnar eru settar fram í smásöguformi og fylgja ekki tímaröð en staðarhættir eru nokkuð skýrir þar sem aðalsöguhetjurnar eru Vesturbæingar og umhverfi þeirra er vel lýst í bókunum. Strákarnir eiga í stöðugu stríði annars vegar við höfuðóvinina í Austurbænum og hinsvegar við yfirvaldið hann Þorvald pólití en þeim stríðsátökum er iðulega lýst á gamansaman hátt.5 Samtímis því að gefnar voru út bernskuminningar, ævintýri og kraftaverkasögur komu einnig fram hvunndagssögur þar sem samtíminn rataði inn í barnabækurnar. Skrifaðar voru sögur úr daglegu lífi í borg og sveit þar sem bæjarsögurnar voru gjarnan samtímalegar en sveitasögurnar höfðu óljósari sögutíma. Upp úr 1930 hafði raunsæið haldið sína sigurgöngu í barnabókum og tengist það kreppunni öðru fremur. Á sama tíma var gerð bylting í skólamálum og markviss endurskoðun og endurnýjun á kennslumálum var einkennandi fyrir tímabilið. Austurbæjarskóli varð miðstöð þessarar byltingar og bæði skólastjórinn Sigurður Thorlacius og kennararnir sem þekktir voru fyrir róttækar stjórnmálaskoðanir urðu þess valdandi að átak var gert í barnabókaútgáfu hérlendis. Stór hluti kennaraliðsins skrifaði bókmenntir fyrir börn eða þýddi úr erlendum tungumálum í hjáverkum. 3 Lazarus trá Tormes. Eftirmáli Guðbergs Bergssonar þýðanda 1972, bls. 106. 4 Lazarus frá Tormes. Eftirmáli Guðbergs Bergssonar þýðanda 1972, bls. 117. 5 Silja Aðalsteinsdóttir 1981, bls. 118. Mörg þessara verka innihéldu féiagslegan boðskap með sálrænum og félagslegum átökum, fjallað var um stéttajafnrétti, kynjajafnrétti og sífellt flóknara iðnþjóðfélag.6 Meðal annars var boðskapurinn sá að einstaklingurinn átti að virða eigin stétt hvort heldur sem hann reyndi að vinna sig upp úr henni eður ei. Samúðin er gjarnan með þeim sem minnst mega sín sem er alveg í anda kreppubókmenntanna. Það er einkennandi fyrir barnabækur þessa tímabils sem oft hefur verið nefnt „gullöldin" í barnabókaútgáfu hérlendis, að höfundar þeirra leitast við að greina og skoða íslenskt samfélag fyrir og eftir ritunartíma bókanna. Skáldsögur þeirra eru raunsæjar og í þeim er tekist á við ýmislegt sem betur mætti fara og beint eða óbeint bent á úrlausnir. Allt frá tímum upplýsingar hefur barnabókum umfram annað verið ætlað að þjóna þeim tilgangi að hafa fræðslu- og uppeldisgildi en jafnframt að vera skemmtilegar hvort heldur var um að ræða sveita- og borgarsögur eða skáldsögur handa börnum. Borgarmyndun á íslandi var hröð á þessum tíma og mikið um flutninga landsbyggðarfólks á mölina með aukinni tæknivæðingu samfélagsins. Þetta leiddi til stéttabaráttu sem barnabókahöfundar þessa tíma voru meðvitaðir um og þeir vildu bjóða börnum skáldsögur sem höfðuðu ekki síst til barna af lágstéttunum og með persónum sem þau geti samsamað sig.7 Þessi börn áttu foreldra sem yfirleitt voru bæði útivinnandi og þurftu þau að sjá um sig sjálf eins og hafði tíðkast í sveitinni en var ekki jafneinfalt mál í borginni. Ýmis félagsleg vandamál tengdust líka lífinu í borginni, svo sem atvinnuleysi og óregla sem var mun sýnilegri þar. Veruleikinn var einfaldlega allt annar í þessu nýja umhverfi og barnabókahöfundar voru einnig meðvitaðir um það.8 Á árunum eftir stríð jókst mjög útgáfa á barnabókum, bæði íslenskum og ekki síst þýddum afþreyingarbókum sem fljótlega höfðu betur í samkeppninni við innlenda markaðinn. Þær bækur sem gefnar voru út voru til dæmis skáldsögur Enid Blyton, Beverly Gray-bækurnar, Benna-bækurnar og fleiri slíkir flokkar. Þetta voru fjöldaframleiddar seríubækur svokallaðar sem urðu fljótt allsráðandi á markaðnum. Innlendum höfundum leist ekki á blikuna og fannst efni þýddu sagnanna eiga lítið erindi til íslenskra barna og unglinga.9 Þrátt fyrir það dró ekkert úr flóðinu og megnið af útgefnum barnabókum frá þessu tímabili eru dæmigerðar afþreyingarbækur. Of langt mál er að fjalla um þann fjölda íslenskra afþreyingabóka sem voru gefnar út 6 Silja Aðalsteinsdóttir 1981, bls. 150-151. 7 Silja Aðalsteinsdóttir 1981, bls. 150-51 8 Dagný Kristjánsdóttir væntanlegt, bls. 123-124. 9 Silja Aðalsteinsdóttir 1981, bls. 244-245. 65
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.