Mímir - 01.06.2005, Blaðsíða 68

Mímir - 01.06.2005, Blaðsíða 68
á sjöunda áratug 20. aldar en stór hluti þeirra voru reyfarar og oft að erlendri fyrirmynd. Útgáfa slíkra bóka dróst mjög saman eftir 1970 og raddir þeirra sem kröfðust betri og raunsærri barnabóka urðu æ háværari. Aukinn áhugi á barnabókmenntum í grannlöndum okkar tengdist á þessum tíma öflugri kvennahreyfingu víða á Vesturlöndum ásamt vinstri sveiflu í þjóðmálum og uppreisn undirokaðra þjóðfélagshópa. Foreldrar og ekki síst konur fóru að hafa meiri áhuga á því hvað í uppeldi og umhverfi þeirra sjálfra og síðar barna þeirra hafi áhrif á þau, og skrifaðir voru ritdómar um nýútgefnar barnabækur þar sem þær voru vegnar og metnar.10 Þær kröfur sem settar voru fram beindust aðallega að ytra raunsæi, sýna átti börn og reynsluheim þeirra á raunsæjan hátt með þeirri gleði, sorgum og vandamálum sem honum fylgdi. Börn áttu sem sagt að geta samsamað sig söguhetjum sínum og speglað sig í þeim aðstæðum og því hversdagsraunsæi sem fram kom í bókunum. Á áttunda áratugnum komu fram margir sósíalískir barnabókahöfundar sem fannst að takmark þeirra væri að upplýsa börn um veruleikann, virkja ímyndunaraflið og efla þroska þeirra. Þannig átti að sýna og skýra orsakir og samhengi á þjóðfélagslegan hátt og efla til aðgerða.11 Einn af höfundum þessa nýja raunsæistímabils var Guðrún Helgadóttir sem skrifaði bækurnar um Jón Odd og Jón Bjarna. Bækurnar fjalla um tvíburabræður sem í þeirri fyrstu eru heima með ráðskonu/dagmömmu heimilisins. í annarri bókinni byrja þeir í skóla og í þeirri þriðju eyða þeir drjúgum tíma í sumarbúðum. Bækurnar þrjár heita: Jón Oddur og Jón Bjarni (1974), Meira afJóni Oddi og Jóni Bjarna (1975) og Enn afJóni Oddi og Jóni Bjarna (1980). Bræðurnir eru miðjubörn og eiga tvær systur, aðra á unglingsaldri og hina á koppaskeiðinu. Foreldrarnir eru báðir útivinnandi en hafa samt alltaf tíma fyrir börn sín. Þau beita mildum aga, gæta þess að upplýsa börnin um lífið og tilveruna, eru réttsýn í eðli sínu og gagnrýnin á þjóðfélagsmálin en þó byltingarsinnuð í orði fremur en á borði. Ráðskonan Soffía sér um heimilið og börnin og gegnir jafnframt eins konar ömmuhlutverki þó svo að skyldleiki hennar við fjölskylduna komi hvergi fram. Guðrún sýnir fram á í bókunum hvernig börn, fátæklingar, fatlaðir og gamalmenni eiga undir högg að sækja í velferðarþjóðfélaginu og hversu lítillar virðingar þau njóta í raun og veru. Hún sér skoplega hluti í hversdagslegum atburðum, þó kringumstæðurnar geti stundum verið alvarlegar. Árið 1983 gáfu Auður Haralds og Valdís Óskarsdóttir út fyrstu bókina um drenginn Elías 10 Silja Aðalsteinsdóttir 1981, bls. 323-324. 11 Silja Aðalsteinsdóttir 1981, bls. 335-336. 66 sem naut strax mikilla vinsælda og í kjölfarið fylgdu fjórar bækur og leikgerð fyrir barnaþátt í sjónvarpi. Bækurnar um Elías heita í réttri röð: Eh'as (1983), Elías í Kanada (1985), Elías á fullri ferð (1985), Elías, Magga og ræningjarnir (1986) og Elías kemur heim (1987). í bókunum flyst Elías til Kanada með foreldrum sínum því pabba hans hefur verið boðið starf þar sem brúarsmiður og mamma Elíasar er tannsmiður. Hún smíðar reyndar líka brýr en bara uppí munnanna á viðskiptavinum sínum. Aðrar persónur sem koma við sögu eru Magga og Hildur, miðaldra frænkur Elíasar, Simbi vinur hans og Misja vinur Möggu. Fjölskyldan dvelur í Kanada í tvö ár en flytur að því loknu aftur heim. Sögurnar snúast aðallega um fjölskyldulíf Elíasar, sem finnst ættingjar sínir ekki alveg eins og fólk er flest. Gamansemin er allsráðandi og persónugerðin skondin þó svo að Magga frænka sé talsvert ýkt I stjórnsemi sinni og yfirgangi. Um miðja 20. öldina var gefin út fyrsta bók Hendriks Ottósonar, GvendurJóns og ég (1949) sem er elsta bókin sem ég ætla að fjalla um í ritgerðinni.12 Hendrik gaf út alls fjórar bækur um Gvend Jóns sem heita í réttri röð: Gvendur Jóns og ég (1949), Gvendur Jóns stendur ístórræðum (1950), Gvendur Jóns og við hinir (1960) og Gvendur Jóns og draugarnir á Duusbryggju (1964) Hlátur, kímni í barnabókum og kenningar Cassons Áður en lengra er haldið er vert að athuga hvað felst í skilgreiningunni á húmor.13 Notkun orðsins á síðari tímum er runnin frá kenningunni um blöndun meginvökva líkamans, sem talin var ákvarða skapgerð og hugarfar manna, þar sem humor þýðir á latínu ‘vökvi’ eða ‘raki’. Grikkinn Galen frá Rergamon útfærði og batt í kerfi læknisfræðilega kenningu Hippókratesar á 2. öld fyrir Krist, sem fjallar um greiningu og lækningu sjúkdóma. Galen telur þunglyndi stafa af röskun á jafnvægi milli þessarra fjögurra meginvökva sem voru blóð, gult gall, slím og svart gall. Þessa kenningu notaði Ficino (1433-1499) á 12 Bækur Hendriks um Gvend Jóns má bæði flokka sem bernskuminningar og prakkarasögur. 13 í flestum erlendum heimildum sem notaðar eru hér, snúast kenningar að meira og minna leyti um það sem kallað er á enskri tungu humour og comic. Hér verður notast við íslenska orðið kimni fyrir humour og fyndni um comic, þar sem húmor er tökuorð f íslensku og fremur notað í talmáli en ritmáli. I annarri útgáfu fslenskrar orðabókar er kímni skýrð svo: það að vera kíminn, skop eða gamansemi, bls. 493 Skop er skýrt sem háð eða meinleg gamansemi, fyndni eða spaug, bls. 875 og gamansemi það að vera gamansamur.(265) l'slensk oröabók. 1996.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.