Mímir - 01.06.2005, Blaðsíða 72

Mímir - 01.06.2005, Blaðsíða 72
íslendingasagnanna hefur farið öfugt í þá. Hér ræða þeir drengir um hvort strákar megi slást við stelpur eða ekki og sýnist sitt hverjum: [...] Hann Gvendur Jóns sagði líka einu sinni eftir að hún Gagga í Apótekinu hafði danglað í hann: „Maður slæst ekki við kvenfólk - ég meina stelpur. Það gerðu fornmenn ekki.“ Mér varð þá á að segja, að ég hefði heyrt, að hann Gunnar á Hlíðarenda hefði slegið kellinguna sína utanundir. Gvendur horfði þá á mig ásökunaraugum og sagði: „Þetta er nú eins og hver önnur della úr þér. Hann gaf henni hest, og hann Gunnar á Hlíðarenda átti góða hesta. Hver hefir sagt þér, að hann hafi slegið hana?“ Þessu gat ég ekki vel svarað, en eitthvað var það með hest, sem hún sagði við hann. Þó minnti mig að hann hefði rekið henni utanundir.[...]34 Þarna liggur misræmið að baki kímninni í tvíræðni tungumálsins, kinnhestar eru ekki góðir hestar, sérstaklega ekki í Brennu-Njálssögu. Ýmislegt fleira er undarlegt í íslendingasögunum og strákarnir rökræða um hvort það sé sama að blóta og segja Ijótt þegar kemur að því að trúa á Óðinn og Þór eins og hetjan þeirra hann Grettir Ásmundarson gerði. Þeir eru að sjálfsögðu ekki sammála um þessi mál eins og mörg önnur.35 Fleiri dæmi um tvíræðni tungumálsins eru í Gvendarbókunum. Sérstaklega er Gvendur laginn við að misskilja merkingu orða og orðasambanda. Strákarnir spyrja hann út í leikhúsferð hans sem varð endaslepp: „Það var nú svoleiðis, að ég fór með mömmu og pabba í leikhúsið. En þetta var ekkert leikhús. Það var bara Iðnó. Svo var ekkert leikið þar. Hvorki boltaleikur né sto. Ekki einu sinni feluleikur. Þeir bara narra fólk niður í Iðnó og segja að það sé eitthvað leikhús."36 Hér er tungumálið afhjúpað og því snúið við. Gvendur skilur leikhús sem ‘hús til að leika sér í’, þar á því að vera líf og fjör og hann gagnrýnir harðlega þessi svik og pretti sem hann telur sig hafa orðið fyrir. Hann lýkur leikhúsferðinni síðan snögglega með því að valda uppþoti meðal nærstaddra þegar hann reynir að vara álfakónginn í leikritinu við yfirvofandi árás. Sögukunnáttan er heldur ekki upp á marga fiska eins og sannast í miðju stríði drengjanna við þá Austurbæinga þar sem hallar á okkar menn: [...]Mannfallið varð nú ógurlegt í okkar liði, en hinir föllnu voru ekki jafn borubrattir og 34 Hendrik Ottóson 1960, bls. 196. 35 Hendrik Ottóson 1949, bis. 218. 36 Hendrik Ottóson 1949, bls. 25. 70 áður. Sumir skreiddust jafnvel í burtu. Við hinir héldum samt áfram og ég skaut því að Gvendi Jóns, að það hefði einu sinni verið kóngur suður í Grikklandi, sem lét einhverja, líklega Þýzkara eða þesskyns illþýði, stráfella sig og lið sitt. „Já,“ æpti Gvendur með fórnarglampann í augunum, „það var hann Gísli Súrsson. Við látum stráfella okkur.“ Ég var nú ekki viss um, að konungurinn í Grikklandi hefði verið hann Gísli Súrsson, en nú var enginn tími til að ræða það.37 [...] Flestir brandarar eða skopleg atvik sem koma fyrir í bókunum um Gvend Jóns og félaga falia undir kenninguna um misræmið í tungumálinu, þar sem flest þeirra snúast um misskilning og mistúlkun strákanna á því sem sagt er eða þeir hafa einhvers staðar lesið. Fáein tilvik eru þar sem um lítllækkandi kímni er að ræða á kostnað náungans, oftast óvinanna í Austurbænum en stundum innnbyrðis í vinahópnum. Tilgangurinn er þá yfirleitt að upphefja sjálfan sig á kostnað vinanna þannig að ekki fari á milli mála hvor sé meiri maður. í einum slíkum mannjöfnuði eru vinirnir úti á bát að dorga og rífast um hvort fiskarnir geti talað saman um hvaða beita sé best og hvort þeir sjái öngulinn í beitunni og hætti þá við að taka hann. Við gaumgæfilega skoðun ofan í sjóinn steypast Hensi og Gvendur úr bátnum og Júlli fær hláturskast hvað eftir annað löngu eftir að þeim hefur verið bjargað af færeyskum sjómönnum og komið um borð aftur: [,..]Þegar allir önglar voru komnir út, sneri Gvendur sér að Júlla og spurði með talsverðum þótta: „Af hverju varstu eiginlega að hlæja, beinasninn þinn, þegar þú sást að við vorum nærri drukknaðir, það þætti mér gaman að vita.“ Nú setti sama hláturskastið að Júlla, en hann hafði samt hugsun á að kippa í færið og draga upp vænan kola. Um leið og hann beitti, gat hann samt stunið upp milli hláturskviðanna: „Jú Gvendur kallinn. Það skal ég segja þér. Mér datt í hug að þú hefðir ætlað að bregða þér niður í botn og læra kolamál til þess að geta spurt þá að því, hversvegna þú færð aldrei bein úr sjó - fiskifælan þín,“ [...].38 Strákarnir eiga líka til að skemmta fullorðnum með oróheppni sinni og útsjónarsemi. Einu sinni sem oftar voru þeir að reyna að fala bát til láns og gengu fram á einn af heldri mönnum bæjarins og jullueiganda, hann Geir Söga. Gvendur hafði sem oftar orð fyrir þeim: 37 Hendrik Ottóson 1949, bls. 194. 38 Hendrik Ottóson 1960, bls. 169,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.