Mímir - 01.06.2005, Page 73

Mímir - 01.06.2005, Page 73
„Heyrðu Geir Söga. Heldurðu ekki, að það sé óhætt að láta okkur þessa þrjá stráka vera á jullunni af honum Stóra Geir hérna á milli bryggjanna? Við missum aldrei árar í sjóinn.“ „Mmmhmm," sagði Geir Söga. „Ert þú þá kominn enn einu sinni hingað. Þú hefðir ekki haft fyrir því að biðja um julluna, ef enginn hefði verið hérna ef ég þekki þig rétt.“ „Það er alveg satt,“ viðurkenndi Gvendur Jóns. „En við þessir strákar stelum aldrei jullum. Við biðjum ykkur bara í huganum um leyfi, þegar enginn er við. Hvernig á maður að biðja um leyfi, þegar þú ert inni hjá þér?“39 Það er að sjálfsögðu ekki það sama að stela og að biðja í huganum um leyfi. Þettafannst kallinum náttúrulega bráðfyndið og endaði á því að lána þeim bátinn því þeir myndu hvort eð er biðja um hann í huganum um leið og hann snéri við þeim baki. Viðbrögð Geirs gamla við orðheppni Gvendar mætti vel túlka sem losandi kímni, hláturinn brýst fram þegar Gvendur snýr umvöndunum Geirs sér í hag og gefur honum ekki færi á að halda þeim áfram. Um Jón Odd og Jón Bjarna. Guðrún Helgadóttir gaf út bækurnar um tvíburabræðurna Jón Odd og Jón Bjarna á árunum 1974, 1975 og 1980 eða um það bil 25 til 16 árum á eftir Gvendarbókum Hendriks Ottósonar. Bækur Guðrúnar Helgadóttur slógu strax í gegn, ekki síst fyrir hressilega kímni og skemmtilegar mannlýsingar. Sögurnar eru samtímaleg skáldverk og í tímaröð ólíkt Gvendarsögunum sem eru í smásagnaformi og ekki í sérstakri tímaröð. Vegna þess að bækurnar eru í tímaröð og atburðir þeirra eru öðrum þræði alvarlegir og vekja strákana til umhugsunar mætti vel kalla þær þroskasögu þeirra. Bræðurnir eru á svipuðum aldri og strákarnir í Gvendarbókunum í kaflanum að framan eða 6- 8 ára sem sést af því að í annarri bókinni byrja þeir i skóla. Strákarnir búa í blokk í Reykjavík en nákvæmari er staðsetningin ekki, aðeins sagt frá því að þeir hafi áður búið í Norðurmýri. Á ritunartíma sagnanna hefur borgin smám saman breyst úr því að vera kaupstaður eins og á tímum Gvendarbókanna og í það að vera borg með um 84.000 íbúum.40 Fjölgunin á um það bil 70 árum er því hvorki meira né minna en um 75.000 manns. Bækurnar fjalla um ýmsa viðburði í lífi strákanna, fermingarveislu, sumarbúðir, skólagönguna, ævintýraferð á öskuhauganá og margt fleira. Þeir takast á við hrekkjusvín, erfiðan afa, erfiðari ungiing 39 Hendrik Ottóson 1964, bls. 275. 40 Upplýsingar símleiðis frá Hagstofu íslands, Mannfjöldatölum. og dauðsfall lítils barns. Samskipti bræðranna við stelpur einskorðast að mestu leyti við yngri og eldri systur þeirra, sem þeim finnst báðum illþolanlegar. Þeirfá þó fljótlega aðra sýn á stelpur þegar þeir byrja í skóla og þurfa að sætta sig við ungan kvenkennara sem reynist svo vera ágæt. Þeir kynnast iíka bekkjarsystur sinni sem þeim líst báðum nógu vel á til að toga í flétturnar á henni í frímínútunum og senda henni heimagert jólakort. Bækurnar eru með 3. persónu frásögn en frá sjónarhorni barna sem er eitt af höfundareinkennum Guðrúnar. Höfundurinn stendur því alveg utan við söguna. Þó má í öllum bókunum sjá félagslegan boðskap og þá sérstaklega í þriðju og síðustu bókinni þar sem komið er inn á stöðu þroskaheftra og aldraðra. Það er aðallega móðir strákana sem er rödd réttlætisins og málpípa höfundarins og hún upplýsir þá um brotalamirnar í þjóðfélaginu hvað varðar stöðu þessara hópa. Bækurnar eru uppfullar af félagslegu raunsæi og tekst ágætlega að lýsa íslensku hversdagslífi barna á 8. áratugnum. Þó má segja að ytra raunsæi sé sýnilegra í bókunum en hið innra þar sem dregin er upp lýsing af hversdagslífi íslenskra barna á leikskólum, í skólum og á heimilum kemur sjaldnast fram innra raunsæið sem myndi þá án efa sýna vandamálin, hjónaskilnaðina, vinnuþrælkunina og almennt það sem venjulegar nútímafjölskyldur þurfa að glíma við.41 Staða barna er Guðrúnu líka hugleikin og oft kemur fram í bókum hennar hvað lítið er hlustað á börn og tekið mark á skoðunum þeirra. Aðalpersónur Guðrúnar eru trúverðugir og skemmtilegir persónuleikar en aukapersónurnar eru flestar talsverðar erkitýpur og hafa ekki mikla dýpt. Þær eru yfirleitt kynntar stuttlega og eru fremur yfirborðskenndar. Anna Jóna, ungiingurinn á heimilinu er fremur dæmigerður unglingur og fyrirsjáanleg. Hún er oft pirruð og geðvond og sögð vera með „unglingaveikina" sem er fremur alvarlegur sjúkdómur að mati bræðranna. Það er þó ekki hjá henni sem helstu skapgerðareinkenni persónanna komafram heldurfremur hjá strákunum sjálfum og móðurinni, sérstaklega þegar jafnréttismál og málefni barna eru til umræðu. Ytri sögutíminn er fremur skýr, fram kemur að Kvennalistinn hefur verið stofnaður og strákarnir ræða um Þórberg Þórðarson og Sálminn um blómið. Sögusvið er enn skýrara, strákarnir búa í Reykjavík og helsta nágrenni þeirra er nefnt sínum réttu nöfnum; Gufunes, Hveragerði, Ártúnsholtið og Esjan standa Ijóslifandi fyrir augum þeirra sem lesa bækurnar og þekkja umhverfið. Flest skopleg atvik sem koma fyrir í bókunum um Jón Odd og Jón Bjarna byggjast á misskilningi þeirra bræðra á því sem er sagt eða gert. Þeir 41 Silja Aðalsteinsdóttir 1999, bls. 19. 71
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.