Mímir - 01.06.2005, Page 106

Mímir - 01.06.2005, Page 106
mannanna ásamt bræðrum sínum.29 Auk þess að geta frá hásæti sínu, Hliðskjálfi í Valaskjálf, séð yfir allan heiminn.30 í Snorra-Eddu er stigveldi guðanna aðlagað að miklu leyti hinni kristnu hugmynd og því kemur Óðinn fyrir sem hinn mikli Alfaðir, sem veit allt, sér allt og skapaði heiminn. Þótt sum eddukvæðanna, líkt og Völuspá, styðji þetta að nokkru leyti, eru önnur sem leggja áherslu á annan og dekkri hluta eðlis hans. í Hárbarðsljóðum sennir Óðinn, í dulargervi, við Þór og stríðir honum miskunnarlaust, en Þór svarar fyrir sig, þrátt fyrir að vita ekki hver hinn dulbúni er. Orðaskipti þeirra eru hefðbundin í sennum og byggja á mismunandi aðstæðum hermanna og þeirra sem heima sitja. Þeir fyrrnefndu lifa hættulegu, þægindalausu lífi sem einkennist af ferðalögum, ævintýrum og baráttu fyrir einhverju, á meðan þeir síðarnefndu sitja heima, lausir við hættu, hafa nóg að bíta og brenna, auk þess að vera innan um kvenfólk, og þóttu þeir síðarnefndu hafa óæðra hlutskipti.31 Óðinn snýr þessu í raun við og heldur því fram að hans hlutskipti sé æðra og betra. Hann lýsir kvennafari sínu og hvernig hann hefur náð sínu fram í valdatafli með svikum og hlær að hreystiverkum Þórs og gerir lítið úr þeim. Óðinn er enda guð allra vetraríþrótta hermanna en Þór er fulltrúi víkingaferða sumranna. Tvisvar nær Óðinn að særa Þór með því að minnast á atburði sem Þór nefnir ekki og nýtur þannig þeirra yfirburða að vita hver Þór er, án þess að Þór viti hver leynist á bak við nafnið Hárbarður. Fyrst nefnir Óðinn söguna um hanska Skrýmis, þar sem Þór á að hafa skolfið af hræðslu32 og síðan bendir hann honum á að Sif eigi sér hó og réttara væri að hefna þess en að rífast við gamlan mann.33 í bæði skiptin svarar Þór með því að hefja vísu á orðunum Hárbarðr inn ragi og eru það einu skiptin í kvæðinu sem hann sakar Óðinn um ergi, sem virðist tákna það hugleysi að Óðinn leikur þennan leik vitandi hver Þór er, en án þess að segjatil sín. Leikurinn erekki leikinn á jafnréttisgrundvelli og því reiðist Þór, en ekki þeim svívirðingum sem Óðinn eys yfir hann vegna atburða sem Þór segir sjálfur frá í sennunni. Þó að ergi Óðins hafi verið fremur saklaus í Hárbarðsljóðum, verða ásakanirnar alvarlegri f Lokasennu og líkjast því sem ýjað var að í Ynglinga sögu. Þegar Óðinn hefur í Lokasennu kallað Loka argan og bent á að hann hafi borið börn neðan jarðar, svarar Loki fyrir sig með þessari vísu: 29 Snorri Sturluson 1949, bls. 18-21. 30 Snorri Sturluson 1949, bls. 33. 31 Clover 2002, bls. 97-100. 32 Eddukvæði 1949, bls. 122. 33 Eddukvæði 1949, bls. 126. 104 Enn þik síða kóðu Sámseyju í ok draptu á vétt sem völur; vitka líki fórtu verþjóð yfir, ok hugða ek þat args aðal.34 Þessari fullyrðingu tekst Óðni ekki að svara og ber ekki gegn sannleiksgildi hennar og verður hún því að teljast sönn. Þótt ekki sé vitað neitt um Sámsey bendir margt til að ásakanir Loka séu réttar og að Óðinn hafi verið sjaman og stundað seið. í Snorra-Eddu er sagt frá hröfnum Óðins, sem heita Huginn og Muninn. Þeir fljúga um allan heim og segja Óðni svo frá öllu sem þeir sjá.35 Auk þess gat Óðinn séð yfir allan heiminn úr Hliðskjálf. í Ynglinga sögu segir ennfremur: „Óðinn skipti hgmum. Lá þá búkrinn sem sofinn eða dauðr, en hann var þá fugl eða dýr, fiskr eða ormr ok fór á einni svipstund á fjarlæg Ignd at sínum orendum eða annarra rnanna."36 Þessi lýsing bendirtil þess að Óðinn hafi verið sjaman, en sjamanismi er trúarlegt fyrirbrigði sem er upprunnið í norðaustanverðri Evrópu og víða í Asíu og Ameríku, og er þekkt enn þann dag í dag. Sjamanar gegna hlutverki sem líkist hlutverkum presta og galdralækna og bjóða sjálfa sig fram sem tengilið milli mannlegs samfélags og hins heimsins. Til þess falla þeir í trans og sálir þeirra ferðast til undirheima þar sem þeir öðlast visku frá guðunum eða bjarga villtum sálum. Hlutverk sjamana var að hluta til það sama og völva, þeir sögðu fyrir um framtíðina, svöruðu fyrirspurnum um forlög og fundu ástæður hörmunga og sjúkdóma.37 Samkvæmt Ellis Davidson er einkum tvennt sem bendir til þess að Óðinn sé sjaman. í fyrsta lagi þurfa sjamanar meðal eskimóa, indíána og Síberíubúa að gangast undir táknrænan dauða og endurfæðingu og vegna þeirra þjáninga sem fylgja öðlast þeir þá visku sem til þarf. Þjáningin er oft ímyndun framkölluð með hugleiðslu og þessar þjáningarsýnir og endurfæðingin í kjölfar þeirra eru oft tengdar heimstrénu. [ síðasta hluta Hávamála lýsir Óðinn sjálfsfórn sinni til að öðlast þekkingu, hann hékk níu nætur utan á tré, sem líklega er norræna heimstréð Yggdrasill, og lærði rúnir. í öðru lagi ferðast sjamanar ýmist á hestum eða fuglum og Sleipnir, hinn áttfætti hestur Óðins gat hlaupið í loftinu. Hrafnar Óðins, þeir Huginn og Muninn, 34 Eddukvæði 1949, bls. 150. 35 Snorri Sturluson 1949, bls. 57. 36 íslenzk fornrit XXVI 1979, bls. 18. 37 Ellis Davidson 1964, bls. 141-142.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.