Mímir - 01.06.2005, Síða 118

Mímir - 01.06.2005, Síða 118
(7) Græd ikke græd ikke liten kind i aften kommer skinfader din enten med sol eller máne eller med Santa Lukkases öjna to trukket pá en blá silketráde.1 Upplýsingar um heimildarmann seinni þulunnar vantar, svo og um samhengi beggja. Ég varð því að spyrjast fyrir um þulubrotið á Foroyamálsdeildini. Þar kom ég ekki að tómum kófanum. Turið Sigurðardóttir kannaðist við þulubrotið og sagði strax að það væri komið úr sögu um st. Laurentius og dómkirkju í Lundi (st. Larvas = st. Laurentius; stundum er sagan sögð um st. Lúkas). Sagan er á þessa leið i endursögn Turiðar: (8) St. Larvas átti að byggja stóra og fallega kirkju í Lundi og fékk huldumann til að hjálpa sér. Huldumaðurinn krafðist þess að launum að st. Larvas segði sér nafn sitt; annars vildi hann fá sólina eða mánann eða bæði augun úr st. Larvasi. Kirkjan var tilbúin á nokkrum dögum, stór og falleg. Nóttina áður en hann átti að borga huldumanninum launin gekk st. Larvas um og vissi enn ekki nafn huldumannsins. Hann fór út þar sem hóll var og heyrði barnsgrát í hól- inum og svo konu kveða vísuna [þ.e. þulubrotið] við barnið. Þá vissi hann að huldumaðurinn hét Finnur. [Þegar Finnur heyrði nafnið sitt frá st. Larvasi var hann að klára vinnuna en var mjög brugðið og hvarf frá henni.] Turið Sigurðardóttir er fædd árið 1946 og býr í Þórshöfn. Hún sagðist hafa heyrt söguna í bernsku hjá föðurafa sínum, Kristian Joesen frá Gjógv, en vísuna flutti hann á blandaðri dönsku og færeysku. Athyglisvert er að færeyska kemur fyrir aðeins í síðustu tveimur línunum sem snúast einmitt um bláa þráðinn.9 10 Nú eru heimildir um þetta tiltekna þulubrot og þessa tiltekna þjóðsögu svo ungar að ekki er hægt að rekja rætur þeirra aftur fyrir miðju eða seinni hluta 19. aldar. Þá er gert ráð fyrir því að bæði heimildarkonan í (6) og föðurafi Turiðar Sigurðardóttur hafi lært þuluna/söguna í bernsku. Hins vegar bera aðrar heimildir okkur strax aftur í 16. öldina. Sagan um st. Laurentius og kirkjusmiðinn Finn í Lundi birtist á prenti í fyrsta skipti ekki seinna en árið 1654 í Kaupmannahöfn í ritinu Encomion Regni Daniæ eftir Jens LauritsonWolF0 og er þar eins í öllum aðalatriðum. Nú er það sjaldgæft að þjóðsög- 9. Vísuna fékk ég frá Turið f tölvupósti: „Græd ikke græd ikke liden kind, / i morgen kommer han Finn, Finn, far din, / enten med solen eller med mánen / eller med santa Larvas eygum tvá / drigin uppá en bláen tráð“. 10. Sbr. von Sydow 1907(a), bls. 65 o.áfr. 116 ur hafi komist á bók á þeim tímum án þess að þær hafi gengið í munnlegri geymd í nokkrar kynslóðir, og má gera ráð fyrir því að þessi saga hafi verið í fullum blóma á 16. öld og notið talsverðra vinsælda. Annars hefði varla verið ástæða til að fínpússa hana (að því von Sydow heldur fram), setja hana á bók og fella hana þar með að bókmenntahefð eins og vildi til oftar en ekki þegar þjóðsögur og ævintýri voru skrifuð niður og birt á 17.-19. öld. Þulubrotið okkar er líka í sögunni í þessari mynd: (9) Tijg stille Sonnen min i Stæd kommer Find Faderen din oc skal giffve dig Soel oc Maane at lege med eller begge S. Lauritzses 0yen. Sagan, sem komst á bók með þessum hætti árið 1654, er alkunn, einkum á Norðurlöndum. Hún flokkast sem gerð AT 500 hjá Antti Aarne og Stith Thompson (Supernatural Helpers - The Name of the Helper),11 en vinsælasta dæmi af þessari týpu hér á landi er sagan um Gilitrutt. Sögur af þessari gerð skiptast jafnan í þrjá þætti: 1. hið óvinnandi verk (að spinna megn af garni / byggja stórt mannvirki) 2. samningur við yfirnáttúrlegar vættir (skessu/tröll), laun: að segja nafn vættarinnar áður en verkinu er lokið; mismunandi veð: söguhetjan sjálf, barn hennar, augun o.fl. 3. nafnið uppgötvast, oft í gegnum vísu; vætturin hverfur/drepst er hún heyrir nafn sitt. Sögunni um Gilitrutt og menningarhefð á bak við hana lýsti Aðalheiður Guðmundsdóttir í nýlegri grein sinni en sögunni um kirkjusmiðinn gerði von Sydow rækileg skil á fyrsta áratug 20. aldar.12 Hann athugaði dreifingu sögunnar í Norðurlöndum og víðar, m.a. með tilliti til þess hver söguhetjan er (st. Laurentius, st. Lucas, ónefndur munkur, óbreyttur maður o.s.frv.) og hvað tröllið heitir á ýmsum svæðum. Von Sydow lýsti svo hverju minni í sög- unni fyrir sig (t.d. hvort augu hetjunnar séu lögð að veði eða hjartablóð, hvort kona tröllsins kemur við sögu o.s.frv.), tengslum sögunnar við dómkirkju í Lundi og fleiri kirkjur á Norðurlöndum og rakti loks söguna aftur til sögualdar en þá átti hún að vera sögð um Ólaf helga og dómkirkju í Þrándheimi. Von Sydow tengdi söguna ennfremur við goðsagnir Alvíssmála og Snorra-Eddu um Ásgarð en minnið um jötna sem smiði óvenju stórra byggingaverka er ævafornt og þekkt víðar en í Norðurlöndum. Á íslandi skýtur það t.d. upp kollinum í hinni þekktu frásögn um berserkjagötu í Eyrbyggju og 11. Sbr. Aarne, Thompson 1961, bls. 167 o.áfr. 12. Sjá Aðalheiði Guðmundsdóttur2003, von Sydow 1907(a,b) og 1908.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.