Mímir - 01.06.2005, Qupperneq 134

Mímir - 01.06.2005, Qupperneq 134
íslensk fyrirtækjanöfn Höfundur Atli Týr Ægisson 1. Inngangur íslensk fyrirtækjanöfn hafa lítið verið rannsökuð þrátt fyrir að þau eigi sér yfir 100 ára gamla sögu. Fyrirtækjanöfn eru stór hluti af daglegu lífi nútímamanna. í lögum um fyrirtækjaskrá frá árinu 1969 er þess getið að fyrirtæki skuli hafa nöfn og þess vegna má segja að fyrirtækjanöfn séu jafnsjálfsögð og mannanöfn. í þessari grein verður saga íslenskra fyrirtækjanafna rakin, sagt frá helstu rannsóknum sem gerðar hafa verið á þeim og loks verður gerð grein fyrir stuttri könnun sem ég gerði á íslenskum fyrirtækjanöfnum. 2.Sagan Saga íslenskra fyrirtækjanafna er að mestu leyti óskráð. í greininni „Fyrirtækjanöfn" eftir Þórhall Vilmundarson er þó tæpt á helstu atriðum í sögu nafnanna á 20. öld. Þessi grein er að mörgu leyti brautryðjandaverk, m.a. vegna þess að hún er sú fyrsta sinnar tegundar á íslensku sem fjallar um þetta efni. ( þessum hluta er að mestu stuðst við grein Þórhalls. Formleg skráning á íslenskum fyrirtækjum hófst árið 1903 þegar Alþingi setti lög um verslanaskrár, firmu og prókúruumboð. Á sama tíma voru Danir nær einráðir í íslensku verslunar- og viðskiptalífi og þess vegna hétu flestar verslanir dönskum eða mjög dönskuskotnum nöfnum. Verslanir í eigu einstaklinga voru oftast kenndar við eigendurna, t.d. Lefoliiverslun, Thomsens Magasin og Zimsen. Önnur fyrirtæki hétu dönskum nöfnum eins og Hotel Alexandra, Hotel Isafjord og Reykjaviks Biografteater. Enn önnur fyrirtæki hétu íslenskum nöfnum, en þau voru undir miklum áhrifum frá dönsku. Dæmi um nöfn af þessu tagi, sem eru til enn í dag, eru Bræðurnir Ormsson og Ó. Johnsson og Kaaber. Dönsk fyrirtækjaheiti voru þó ekki einu erlendu nöfnin, vegna þess að nokkrar verslanir hétu eftir enskum stórborgum sem kaupmenn áttu viðskipti við, eins og t.d. Liverpool og Edinborg. Þrátt fyrir þessi erlendu nöfn voru íslensk fyrirtækjanöfn farin að sækja í sig veðrið strax á 19. öld. Fyrirtæki hétu til dæmis Landsprentsmiðjan, ísafoldarprentsmiðja, Veltan, Kaupfélag Þingeyinga, Hótel ísland, Skjaldbreið, Uppsalir, Kaldá, Mímir og Sleipnir. Skömmu eftir 1903, þegar áðurnefnd lög voru sett fóru íslensk nöfn að ryðja dönsku nöfnunum úr vegi og sú stefna jókst ár frá ári, eftir því sem leið á sjálfstæðisbaráttu íslendinga. Fram komu fyrirtæki sem sóttu nöfn sín í l’slendingasögur (Ölgerðin Egill Skallagrímsson, útgerðarfélagið Kveldúlfur átti togara sem nefndir voru eftir persónum úr Egilssögu), fornkvæði (trésmiðjan Völundur), norræna goðafræði (verslunin Verðandi, lyfjabúðin Iðunn) og íslensk örnefni (Eimskipafélag íslands átti skip sem hétu eftir íslenskum fossum; Helgafell, Geysir) svo eitthvað sé nefnt. Um og upp úr seinni heimsstyrjöldinni fóru samskipti íslendinga við enskumælandi þjóðir að aukast og merki þess mátti meðal annars sjá á fyrirtækjanöfnum sem urðu til á stríðsárunum. Svokallaðir „Fish & Chips“ veitingastaðir spruttu upp víðsvegar um Reykjavík og meðal annars var opnaður staður við Rauðavatn sem hét Café Broadway. Ensku nöfnin reyndust hins vegar skammlíf, en það sama er ekki hægt að segja um ensk áhrif á önnur fyrirbæri, eins og kvikmyndir, skemmtanalíf, viðskiptalíf og dægurlög. Þessum miklu ensku áhrifum mætti e.t.v. best lýsa með orðum Þórhalls Vilmundarsonar, sem segir: „Því mátti segja, að það væri tímaspurning, hvenær enskan ryddist að marki inn í nafnakerfi íslenzkra fyrirtækja, inn í íslenzka nafnhelgi, ef svo mætti að orði komast." (Þórhallur Vilmundarson 1987, bls. 108). Árið 1958 má segja að ákveðin þáttaskil hafi orðið í nafngiftum íslenskra fyrirtækja, þegar tilkynnt var að nýtt hótel við Ránargötu í Reykjavík yrði nefnt City Hotel. Þetta enska nafn fór fyrir brjóstið á mörgum og spruttu um það miklar umræður. Meðal annars samþykkti Alþingi að breyta lögum um verslanaskrár, firmu og prókúruumboð, þegar samþykkt var að fyrirtæki skyldu bera nöfn sem samrýmdust íslensku 132
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.